Góðan daginn frá hvítri Kaupmannahöfn …
Það var besta ákvörðun í heimi að bruna beint í höfuðborgina eftir síðasta leik eiginmannsins sem fram fór í gær. Hér vöknuðum við á Scandic Kødbyen (veljum oft Scandic þegar við erum á hóteli með krakkana – fjölskylduvænt) og ég mæli mikið með þessu hóteli sem er á Vesterbro (ekki #ad), uppáhalds hverfinu mínu í Köben. Það var ekki verra að krakkarnir vöktu okkur með setningunni “ÞAÐ ER SNJÓR” og ég átti klukkutíma vinnumorgun á leðurbekknum og horfði á snjókornin falla og borgina vakna. Góð byrjun á deginum.
Ég dreg úr síðasta Aðventuleiknum mínum á Instagram í kvöld og á morgun verður dregið úr stóra jólasveinaleiknum á Trendnet HÉR – ekki missa af þeirri snilld.
Njótið þessa góða Þorláksmessu sunnudags – bráðum koma blessuð jólin.
Alltaf að velja hótel þar sem sloppur er innifalinn ;) … sakna samt strax Tekla sloppsins míns sem ég gat ekki pakkað með mér til Íslands. Og það er ekki Sjöstrand kaffi í þessum kaffibolla haha.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg