fbpx

GÓÐUR DAGUR MEÐ GOSH

BEAUTYLÍFIÐ

Ég er rétt að ná að koma mér niður á jörðina eftir virkilega vel heppnaðan viðburð í Kaupmannahöfn í gær. Okkur var boðið í höfuðstöðvar GOSH þar sem fór fram mjög þétt dagskrá yfir daginn. Ég viðurkenni að ég þekkti snyrtivörumerkið ekkert það vel áður en ég samþykkti að taka þátt í deginum en í dag er ég aldeilis fróðari.

GOSH er, ólíkt mörgum öðrum snyrtivörumerkjum, fjölskyldufyrirtæki sem hefur náð langt og er í dag selt í yfir 90 löndum. Allar vörur Gosh eru cruelty fríar sem er alltaf stór kostur að mínu mati. Gosh er ekki fáanlegt í Kína af þessum ástæðum því þar fara þeir fram á skjöl sem sýna að vörurnar hafi verið prófaðar á dýrum. Ótrúlegt!

GOSH þróar vörur sínar þannig að hægt sé að nota þær í fleiri en einum tilgangi. Sem dæmi má nefna Lumi dropana sem eru ekki einungis ætlaðir kynnbeinum heldur er einnig hægt að ,,dúbba” á augu og varir, setja á bringubein og blanda saman við annan farða eins og t.d. body lotion. Ég er spennt að prufa þessa vöru sem er ein af þeim vinsælli hjá merkinu.

Eins og þið vitið þá er ég engin expert þegar kemur að snyrtivörum en ég lærði svo sannarlega mikið í gær í mjög ýtarlegri kynningu. Hápunktur dagsins var þegar við fengum tækifæri á að gera okkar eigin varaliti – ég gerði minn sumar rauðan og er með hann á mér þegar þessi grein er skrifuð … algjör uppáhalds!

Ég lenti í óhappi kvöldið áður og það var ekki víst hvort að ég myndi ná að fara með rútunni um morguninn …. een ég lét það ganga upp og sé alls ekki eftir því. Myndir segja meira en 1000 orð –

Takk fyrir mig GOSH <3

//

I had a daytrip to Copenhagen yesterday to visit the GOSH headquarters. A really nice day with Gosh where they presented their brand, products and more. They really made it a great and interesting day which is not always the case in visits like that. 
Gosh is danish family business which has had great success. One important thing in their production is that they want their customers to be able to use their products for more than one thing – a big plus!
The highlight of the day was that we got to make our own lipstick, so much fun – mine was summer red.

Þessar taka ekki þátt í keppni nema að vinna hana!

Vertíð ;)

Vísindarmenn að störfum ..

Úllen dúllen doff ..

Við fengum að búa til okkar eigin varaliti – ótrúlega skemmtilegt!

Team Iceland ánægð með afraksturinn –

Team Trendnet <3 Andrea Röfn

Fallegasti hádegismatur sem ég hef fengið – allt vegan og það mátti borða blómin! Ég týmdi því samt ekki ..

 

Fræðsla um topp 10 best seldu Gosh vörurnar –

Þessi litur er númer 003 og heitir Matte Antique – mjög flottur!

Höfuðstöðvarnar eru staðsettar á dönskum draumastað í hálftíma fjarlægð frá miðbæ Kaupmannahafnar. Ég mæli með því að þið skoðið heismóknina í beinni á Trendnet Instagram Story til að fá upplifunina beint í æð.

Kaffitími –

Við vorum uppáhalds gestir eiganda fyrirtækisins sem tók okkur í persónulegan túr á skrifstofuna sína. Hann elskar Ísland og hefur heimsótt landið mjög oft. Á skrifstofunni hans má finna myndir af landinu okkar fallega, teknar af hirðljósmyndara dönsku drottingarinnar – ótrúlega skemmtilegt að sjá.
Hann var ekki eins hrifinn af Svíþjóð og skyldi ekkert í því afhverju ég byggi þar .. haha.

Sólarkveðjur yfir hafið <3

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

… og Trendnet á Instagram: HÉR (kíkið í highlights á GOSH heimsóknina)

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg