Góðan daginn !! … minn byrjaði sérstaklega vel þegar girnilegur pakki leyndist í póstkassanum. Gullhúðað konfekt í þessu fallega jólaboxi (fæst í Söstrene Grene), bakað hinu megin við hafið. Þetta kallar maður alvöru vinkonur – takk Margrét!!
Ég get fullvissað ykkur um að þetta er jólakonfektið í ár.
Útsýnið í augnablikinu er einhvernvegin svona –
Gyllt þema með desember útgáfu Glamour (sem þið getið eignast frítt hér í dag) og gylltum konfekt molum.
Margrét er hinn mesti listamaður í bakstri og það er hrein unun að fylgjast með henni í eldhúsinu. Hún heldur úti vefsíðunni KakanMín.com þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum – margir þekkja nú þegar síðuna en þið hin ættuð endilega að bæta henni á bloggrúntinn: hér
Eru einhverjir komnir með vatn í munninn?
Hér fáið þið uppskriftina af þessum molum …
250 g döðlur með lakkrísdufti
1 poki sterkar djúpur
1 poki Freyju Hrís (ca. 200 g)*
100 g smjör
100 g púðursykur
150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)**
… en aðferðina finnið þið: hér
Verði mér og ykkur að góðu!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg