UPPFÆRT
Takk fyrir frábæra þáttöku hér að neðan …
Með hjálp random.org hef ég fengið upp þá fimm heppnu sem fá gjöf frá Maria Nila. Það var ánægjulegt að sjá eitt strákanafn meðal vinningshafa.
Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is með fullu nafni og heimilisfangi.
Elsa Petra
Guðrún Jónasdóttir
Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir
Daníel Godsk Rögnvaldsson
Sigríður Margrét Einarsdóttir
Fylgist með um helgina þegar ég gef gjöf númer tvö –
__________
Góðan daginn kæru lesendur. Sunnudags-sjúka konan vaknaði sérstaklega hamingjusöm í morgun. Aðventan er runnin upp og ég tek þessum tíma fagnandi með því að kveikja á fyrsta kertinu, þrífa kotið og hækka í jólalögunum.
Eins og fyrri ár held ég í góða hefð hér á blogginu og mun gleðja mína lesendur vikulega fram að jólum. Þið eruð líklega ánægð að heyra þær fréttir? Ég hef allavega fengið góð viðbrögð hingað til. Gleðjum á aðventunni <3
Í haust var ég í algjörum vandræðum með hárið á mér og skrifaði póst um það á bloggið (hér). Ég fékk mörg góð tips frá ykkur um hvaða hárvörur væri bestar til að laga þetta vandamál en prufaði síðan sænskar náttúrulegar hárvörur sem eru meðal þeirra vinsælli hér í sænska landinu mínu – frá Maria Nila.
Ef ég á að vera hreinskilin þá hefur hárið á mér sjaldan verið í betra ásigkomulagi, þó ég megi enn skammast mín fyrir þann litla tíma sem ég eyði í að greiða niður úr því. Það er svona þegar maður hefur mikið að gera með krefjandi barn og mikla vinnu á herðum sér – það finnst lítill tími í dekur fyrir sjálfa mig. Hárið á mér er þó í allt öðru standi og því er einfaldara að ráða við það þegar tími til gefst, eins og í dag. Þetta eru líklega hárvörur sem ég mun koma til með að nota í framtíðinni. Allt annað að sjá mig ;)
Hæ héðan –
Ég var svo heppin að fá Maria Nila til að bjóða uppá fyrstu Aðventugjöfina. Ég hlakka mjög til að leyfa ykkur að prufa líka! Þið sem hafið áhuga megið endilega taka þátt í þessum lauflétta leik.
5 heppnir lesendur fá veglegar gjafaöskjur sem innihalda True Soft sjampó, True Soft næringu og Argan olíu – þær vörur sem ég er sjálf að nota.
Eigið góðan dag með ykkar fólki!
LEIKREGLUR
- Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
- Skiljið eftir komment við færsluna.Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)
//
It’s time to light up the first candle. One of my favourite time of the year!
It has been a tradition to give my readers some gift on the advent. The first one will be from Maria Nila – the natural hair products from Sweden. I have been using them for a while now and I really can see some difference on my hair. Some weeks ago my hair was a disaster and it’s on the right track now. To have a chance to win the products you need to share this post and leave a comment on it.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg