Þessi pínulitla íbúð er algjört sjarmatröll og alveg ótrúlega hlýleg og kósý. Fermetrafjöldi skiptir jú engu máli hvort heimili verða hugguleg, heldur hvernig húsráðendur nýta plássið sem þau hafa. Mjög oft eru valin lítil og nett húsgögn fyrir litlar íbúðir, en hér er því einmitt öfugt farið, því sófinn er nánast eins og lítil eyja sem flæðir milli stofu og eldhúss og skapar ekkert smá notalega stemmingu og þetta djúsí og litríka púðafjall setur alveg punktinn yfir i-ið. Takið líka eftir hvað litir skipta miklu máli, bleika teppið á sófanum og blá rúmfötin og teppið í svefnherberginu – án þeirra væri heildarsvipurinn eitthvað svo flatur og óspennandi.
Litir, litir, litir… dálítið sætur líka liturinn á veggjunum, ljósbrúnn/sandlitur með smá gulum í? Kíkjum í heimsókn,
Það er vor í loftinu og því tilvalið að skoða saman bjart og fallegt heimili, sem að þessu sinni er staðsett í eftirsótta Vasastan hverfinu í Stokkhólmi. Mér fannst tilvalið að brjóta langa bloggpásu með sænsku innliti, því þau hafa verið afar tíð og vinsælt lesefni hér á Trendnet. Stofan er sérstaklega hugguleg með ljósgulum og ljósgrænum tónum sem fara svo vel við beige litaðann sófann, ljósbrúna leðurstólinn og sandlitaða veggina. Ég er líka dálítið skotin í eldhúsinu, með gólfsíðar gardínur fyrir meiri elegans og opnar hillur í eldhúseyjunni þar sem hægt er að raða smekklega í.
Doppóttur sófi við litríka mottu í stofunni er ekki algeng sjón en er hér ansi skemmtilegt svona á móti klassísku ljósgráu eldhúsinu í næsta rými. Heimili sem koma smávegis á óvart eru yfirleitt þau fallegustu að mínu mati og einnig þau þar sem erfitt er að festa fingur á hvaðan hver og einn hlutur kemur.
Björt stofan heillar mig en sjáið einnig rúmgaflinn í svefnherberginu sem er ansi skemmtilegur – og dálítið í anda nýja bólstursverkefnisins míns – kannski verður þetta næsta verkefni;)
Sum verkefni taka lengri tíma en önnur og þetta er eitt af þeim ♡ Mig hafði lengi dreymt um fallegan eldhúskrók með bekk þar sem notalegt væri að sitja og fletta blöðum og drekka kaffi, borða morgunmatinn minn og geta horft á fallega útsýnið sem við erum með hér úr eldhúsinu. Mest langaði mig þó að bekkurinn væri bleikur og alveg í mínum anda. Þar sem ég elska að geta gert hlutina sjálf ákvað ég að skella mér í þetta verkefni og spara í leiðinni mikinn pening því það er mjög dýrt að láta sérsmíða fyrir sig og bólstra og hafði ég aðeins skoðað möguleikana í þeim efnum.
Það kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt er að bólstra en ég var vissulega með góðan grunn sem voru ódýrir veggpúðar úr Bauhaus (samstarf) sem ég breytti um lögun á með því að saga boga á annan endann og bólstraði svo upp á nýtt með bleiku efni (keypt í Epal). Bekkurinn sjálfur er gerður úr eldhússkápum frá Ikea (Metod) sem ég festi saman og málaði Svönubleika og setti á þá skrautlista úr Sérefni (samstarf) sem gefa bekknum mikinn sjarma. Sessurnar gerði ég með því bólstra spónarplötur með svampi (keypti í Vogue) og bólstaði með ljósbrúnu leðurlíki (keypt í Godda). Það er algjört lykilatriði að vera með góða heftibyssu en ég byrjaði verkefnið með eina gamla og fannst ég alls ekki góð að bólstra en um leið og ég fékk rafmagnsbyssu þá fyrst varð þetta gaman:)
Það er hægt að kaupa með veggpúðunum franskan rennilás til að smella þeim beint á vegg og fer það líklega eftir hvað þú ert að gera hvort það borgi sig að festa á annan hátt. Veggpúðarnir voru til í nokkrum litum og stærðum og þetta er í rauninni mjög skemmtileg leið til að fá þetta bólstraða útlit á minni pening og eins og þið sjáið hjá mér, þá er líka hægt að breyta og gera alveg að sínu:)
Ég er svo alsæl með útkomuna og um leið ótrúlega glöð að ég hafði getað gert þetta sjálf frá A-Ö. Við getum nefnilega gert svo miklu meira en við höldum oft ♡
Til að sjá enn meira um hvernig ég gerði þetta frá A-Ö mæli ég með að kíkja yfir á Instagram hjá mér þar sem ég sýni í reel og er með vistað í highlights allt um eldhúsbekkinn! @svana.svartahvitu
Takk fyrir lesturinn♡ Ég vona að þessi bloggfærsla komi til með að veita ykkur smá hvatningu!
Ég fæ aldrei nóg af sænskum smartheitum eins og þið vitið líklega og þessi íbúð hér að neðan er eitthvað fyrir augað. Lítil og sjarmerandi með fallegu litavali og flottum smáatriðum. Kíkjum í heimsókn,
Louis Poulsen kynnti Pale Rose ljósin í fyrsta skipti á árlegu Salone hönnunarsýningunni í Mílanó í fyrra og ég varð samstundis ástfangin! Þar mátti sjá nokkur af þeirra þekktustu ljósum í ljósbleikri útgáfu sem sló algjörlega í gegn en þó var aðeins hægt að versla ljósin beint frá vefsíðu Louis Poulsen þar til núna…
Á nýliðinni 3 days hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn fagnaði Louis Poulsen því að nú er Pale Rose vörulínan væntanleg í nokkrar sérvaldar verslanir… og þar má nefna Epal á Íslandi ♡ Núna er hægt að tryggja sér eintak í forsölu en Pale Rose ljósin eru væntanleg í byrjun júlí! Það er allt fallegra í bleiku er það ekki:)
Er þetta ekki algjört draumahús? Lítið, fallegt og notalegt einbýli í sænskri sveit og staðsett við vatn þar sem þín eigin einkabryggja bíður. Þvílík lífsgæði það hljóta að vera að búa á svona stað með fjölskyldunni umkringd náttúrunni og minnir mig dálítið á sumarhús. Eins og klassísku sænsku húsi sæmir þá er það klætt panel að innan og málað í ljósum lit og að utan er húsið málað í ekta sænskum rauðum lit sem þekkist betur sem Falu rauður.
Það eru margar útskriftir um helgina og í tilefni þess tók ég saman nokkrar góðar gjafahugmyndir sem munu án efa hitta í mark hjá fagurkerum. Falleg íslensk hönnun er í meirihluta að þessu sinni þar sem að útskrift Listaháskólans er meðal annars núna um helgina, má þar nefna skartgripi frá – bylovisa-, bolur og kerti frá Yeoman, vasa eftir Önnu Þórunni, veski eftir Andreu og íslensk list frá Listval ♡
Hér að ofan má einnig sjá Panthella hleðslulampa úr Epal // Gordjöss bol frá Yeoman ásamt handgerðum kertum // Royal Copenhagen stafabolla og Frederik Bagger glös, bæði úr Epal. // Allt skartið er frá Bylovisa.
Dolce keramíkvasinn eftir Önnu Þórunni er svo flott hönnun, fæst m.a. í Epal // Hér má einnig sjá allskyns vasa úr smiðju Iittala en blómavasar & blóm eru alltaf góð gjöf að mínu mati:) // Albúmabækurnar frá Printworks eru svo skemmtileg gjöf og hægt að vera búin að prenta út myndir og látið fylgja með – fást hér! //Íslensk list á veggina gleður fagurkera og er þetta prentverk frá Listval // Draumaveskið mitt er þetta í neðstu röðinni frá elsku Andreu, svo fallegt og perlubandið alveg einstakt. // Hleðslulampar eru skemmtileg gjöf og ótrúlega nytsamleg, þessi flotti gyllti heitir Como og er frá Epal // Skartgripirnir á myndinni eru frá –bylovisa- úr Fairy tale línunni og eru úr ekta gulli og eðalsteinum og alveg stórkostlega fallegir
Ég vona að þessar gjafahugmyndir komi ykkur að góðum notum ♡
Garðurinn og pallurinn eru líklega ofarlega í hugum margra þessa dagana, mögulega vegna þess að það á enn eftir að undirbúa eða bera á pallinn fyrir komandi sólríka daga, finna réttu útihúsgögnin og blómapottana, eða hreinlega gera dálítið huggulegt? Við viljum geta átt sem flestar gæðastundirnar úti á pallinum okkar eða í garðinum – helst í sólbaði á meðan börnin leika sér á meðan í kring ef það er ekki til of mikils ætlast (jú jú það er minn æðsti draumur fyrir sumarið 2023:). Og þá er enn skemmtilegra að gera umhverfið smá sjarmerandi með fallegum útihúsgögnum, blómum og fíneríi.
Að eiga garð eru mikil lífsgæði í mínum augum og einn daginn mun sá draumur rætast hjá mér ♡ Það eru nokkur ár síðan við bárum á pallinn okkar og þið getið smellt hértil að sjá myndirnar. Ef þú ert að hugleiða að bera á pallinn þinn þá get ég vel mælt með lituðu pallaolíunni í litnum Ejlinge frá Sérefni, mjög fallegur og hlýr grár litur og mjög í þessum skandinavíska létta anda. Smelltu svo hértil að lesa fróðleik frá Sérefni hvernig best er að hreinsa og olíubera palla og skjólveggi og undirbúa fyrir sumarið.
Sjáðu svo allar myndirnar af þessum ótrúlega fallegu útisvæðum og pöllum sem veita mikinn innblástur.
P.S. Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri og ég mæli einnig með að “pinna” myndirnar yfir á Pinterestið þitt til að halda utan um allar þær hugmyndir sem þér lýst á. Besta leiðin til þess er að bæta við Pinterest hnappi í vafrann þinn – lestu allt um það hér hjá Pinterest.
Njóttu vel!
Fyrir áhugasama þá gerði ég á dögunum frá a-ö sumarbækling fyrir Epal þar sem finna má allskyns falleg útihúsgögn frá þeirra helstu framleiðendum. Skemmtilegt verkefni sem gerir það að verkum að ég hef verið með garðinn okkar ef svo skal kalla þennan litla grasblett, algjörlega á heilanum:)