fbpx

YULIA HANNAÐ AF YEOMAN

FASHION WEEKÍSLENSK HÖNNUN

photo 1
Hönnuðurinn Hildur Yeoman opnaði íslensku tísku”vikuna” með fyrstu sýningu helgarinnar sem haldin var á föstudeginum fyrir RFF. Það voru fáir sem létu showið fram hjá sér fara því troðfullt var út úr dyrum í Hafnarhúsinu í Reykjavik þetta kvöld.

DSCF2252 DSCF2248 DSCF2246 DSCF2243 DSCF2240 DSCF2237 DSCF2233 DSCF2229 DSCF2228photo 2DSCF2224 DSCF2221
Þetta er fyrsta fatalínan sem Hildur hannar en áður hefur hún einbeitt sér að sínum vinsælu skartgripum og allskonar listaverkum. Þó að þetta sé í fyrsta sinn sem við fáum heila fatalínu frá þessari miklu listakonu þá hefur hún samt sem áður hannað fallegan sýningarfatnað sem farið hefur í sölu og mörgum stúlkum hefur dreymt um að eignast. Þar á meðal ég.

Beðið var með eftirvæntingu eftir sýningunni sem stóðst allar væntingar með rokki og róli.
Ég sé strax nokkrar flíkur sem mega rata í minn fataskáp næsta haust.

High five Hildur Yeoman !
– Meira svona …

xx,-EG-.

 

 

KATE MOSS FYRIR TOPSHOP

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Elísabet Gunnars

      13. April 2014

      Nei ég veit að þetta er ekki fyrsta sýning hennar :) En þetta er í fyrsta sinn sem hún hannar heila línu sem ætluð er til framleiðslu. Hún er auðvitað mikill listamaður og hefur einmitt tekið þátt á RFF einu sinni en bara með sýningarklæðnað sem ekki fór í frekari framleiðslu eins og núna – við heppin í þetta skiptið.