TREND: LOW BUNS

TREND

Stundum þegar maður nennir ekki að eiga við hárið þá er voða gott að henda því í snúlla. Ég hef verið ansi dugleg við það í gegnum tíðina – kannski einum of. En þar verður engin breyting á … nema kannski hvernig snúlla um ræðir.
Áður fyrr tók ég hárið alltaf upp á höfuðið en uppá síðkastið hef ég reynt að breyta til og held honum lægra – í einskonar low bun.

Persónulega vil ég hafa hann sem mest lausan … helst þannig að hárið virðist úfið.

10744823_10152507228067568_966172315_nphoto 310744848_10152507225142568_110996130_n10749516_10152508101467568_2037110092_n

Ég er farin að sjá snúllann útum allt og því örugglega hárgreiðsla sem hægt er að flokka undir “haust trend”. Hér að neðan fáum við nokkrar hugmyndir sem sýna að snúllinn þarf ekki bara að vera settur upp “í flýti” eins og ég á til. Hann lúkkar líka mjög vel við fínni tilefni. Kannski þarf maður bara að æfa sig betur …

Sitt sýnist hverjum.

 xx,-EG-.

#MYCALVINS LOKSINS Á ÍSLANDI

FASHIONFRÉTTIRSHOPTREND

!!Lesið neðst í póstinn ef þið viljið eiga kost á að eignast þetta tryllta sett!!

10402777_10152756297145734_9182533639786755152_n 1891042_10152755589715734_3637894689496688249_n 10678650_10152761217720734_2430180278970327317_n

JIBBÍKÓLA! Nú geta landsmenn loksins eignast Calvin Klein nærfötin vinsælu. Munið þið þegar ég birti #Mycalvins póstinn í vor? Þá var ég alveg æst yfir þessu flotta trendi og svekkti mig yfir því að þau væru ófáanleg á Íslandi. Nú er sagan önnur …

10649906_10152763171870734_857656503280908906_n  The-Fashion-Galleries-Kate-Moss-Sister_-Lottie-Moss_-In-Calvin-Klein-Campaign-Underwear-For-Collection-1calvin_klein_trash_talks_kate_mossSlide1-585x438_0


Í samstarfi við GK Reykjavik & SUIT á Skólavörðustíg ætla ég að gefa heppnum lesanda þessi sporty 90´s nærföt (!)
Trend sem er hvergi að hverfa og verður heitara með vikunum sem líða. Uppáhalds mín – bæði á mér og mínum.

-Leikreglur –
1. Deildu þessum póst (smella á Facebook like neðst til hægri)

2. Skildu eftir komment:

– Afhverju þú?
– Fyrir hann eða hana?
– Svart eða hvítt?

Það er gaman að gleðja!

Ég vel úr kommentum á þriðjudagskvöld.

#MYCALVINS á Íslandi … L O K S I N S segi ég nú bara!
90s alla leið!

xx,-EG-.

LANGAR: THIS SEASONS MUST HAVE

SHOP

Á hlaupum um Kringluna í síðustu Íslandsferð rak ég augun í þessa skó sem urðu á vegi mínum. Ég smellti af þeim mynd því ég ætlaði að “hugsa þetta aðeins” .. síðan fékk ég ekki fleiri tækifæri á að koma aftur. Buhuu …

12

Myndin að ofan hefur haldist áfram í símanum og minnir mig því reglulega á þessa fegurð. Það er einhver Alexander Wang bragur á þeim sem ég féll fyrir.
Af því að ég get ekki eignast parið þá get ég samt sem áður verið almennileg og mælt með þeim við ykkur.

“This seasons must have” … gæti bara vel verið!
Frá: Bianco

xx,-EG-.

DRESS

DRESS

Þessar myndir voru teknar í Köln á dögunum þegar ég klæddist í fyrsta sinn íslenskri flík frá elsku Andreu. Peysa sem ég á eflaust eftir að nota mikið í vetur. Hlý og góð … og falleg , ég stóðst allavega ekki mátið þegar ég sá hönnuðinn sjálfan klæðast sinni. Hún á reyndar mjög auðvelt með að selja mér fallegar flíkur enda glæsilegri íslenskar konur vanfundnar.

 DSCF4387
Sólgleraugu: RayBan Wayfarer
Peysa: AndreA
Stuttbuxur: H&M STUDIO
Skór: Focus

DSCF4379DSCF4380 DSCF4375

Þennan daginn skein sólin þrátt fyrir að hárið á mér hafi fengið náttúrulegan blástur, það var mjög vindasamt.
Er ekki léttklæðnaður í boði í borginni þessa dagana? Njóótið …

Gleðilegan föstudag yfir hafið bláa.

xx,-EG-.

LÍFIÐ: JPG X LINDEX

FASHIONLÍFIÐ

Að opna hurðina á verslun Lindex í gær var eitthvað sem verður minnistætt lengi. Fólkið var mætt á slaginu og greinilegt að enginn ætlaði að láta franska hátískuhönnun á hagstæðu verði fram hjá sér fara. Ég var yfir mig ánægð með vel heppnaðan opnunardag á línunni og veit að fólk er það almennt líka. Vissar flíkur urðu uppseldar á rúmum klukkutíma og aðrar fyrir hádegi – þar á meðal kúlubrjóstarhaldarinn frægi. Eitthvað er þó enn eftir svo ég mæli með að drífa ykkur af stað ef þið viljið tryggja ykkur flík úr línunni.

Samstarfið varð örlítið dýrmætara eftir að herra Gaultier gaf það út í síðasta mánuði að hann ætlar sér ekki að hanna fleiri “ready to wear” fatalínur í framtíðinni. Mér finnst við því extra heppnar! Hann hefur þó gefið út að hann geti hugsað sér svipuð samstörf og þetta með Lindex.

Ég var á myndavélinni í gær og fangaði mómentið fyrir ykkur sem ekki voruð á staðnum.
Ég leyfi myndunum því að tala sínu máli.

 DSCF4803DSCF4787DSCF4724 DSCF4789DSCF4621 DSCF4779 DSCF4780 DSCF4755 DSCF4775 DSCF4751 DSCF4742 DSCF4747 DSCF4726 DSCF4643 DSCF4684 DSCF4635 DSCF4626 DSCF4729 DSCF4721 DSCF4701 DSCF4710 DSCF4689 DSCF4675 DSCF4678 DSCF4671 DSCF4667 DSCF4660 DSCF4663 DSCF4653 DSCF4782 DSCF4727DSCF4651 DSCF4652 DSCF4649 DSCF4654DSCF4648 DSCF4647DSCF4646 DSCF4814DSCF4641DSCF4684 DSCF4757 DSCF4673DSCF4720DSCF4754

Takk fyrir komuna! Gaman að sjá ykkur öll.

xx,-EG-.

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

SHOP

Það er betra að birta “FRÁ TOPPI TIL TÁAR” þegar ég er nær íslensku búðunum. Þá er ég öruggari um það sem er til.
Samt sem áður birti ég frá þeim sem eru duglegastir að birta klæðin á samskiptamiðlunum. Það sparar okkur sporin að fylgjast með á netinu. Haust dress inn í helgina – S0000007172425_F_W40_20140604152535

Hattur: Lindex – ég á þennan nú þegar (Myndir: @elgunnars á Instagram)

10454290_371369486349141_5141048012659647601_n

Nýja merkið í JÖR lofar góðu. OAK biker jakki.

10703951_365285876979786_6763461263778593998_n

Indiska. Merkið réttu Instagram mómentin með Trendnet um helgina –  #TRENDINDISKA. Þessi yrði mikið notuð.10432124_746559182076687_2252646339312846793_n

Blússa: Lindex
levis

501 second hand snið: Spútnik

photo 1 (24)
    Bullboxer í slabbið: GS SKÓR – Takk fyrir lánið á myndinni Fanney Ingvars.

Happy shopping!

xx,-EG-.

WORK: JPG X LINDEX SHOWROOM

DRESSFASHIONLÍFIÐWORK

Eins og eflaust einhverjir hafa tekið eftir þá er ég stödd á landinu í smá vinnuferð. En ég tók að mér verkefni hér á landi fyrir Lindex X Jean Paul Gaultier.

Í gær buðum við upp á vel heppnað showroom á línunni sem kemur í verslanir í næstu viku, þann 8.oktober.

Á gestalista voru íslenskir hönnuðir, stílistar, fjölmiðlar og bloggarar.
Sjálf tók ég ekki margar myndir en þessar voru á vélinni eftir daginn. Leyfi þeim að fylgja.

DSCF4471 DSCF4476 DSCF4480 DSCF4481 DSCF4482 DSCF4484 DSCF4490 DSCF4494 DSCF4495 DSCF4500 DSCF4510 DSCF4513

Ég klæddis viðeigandi klæðnaði fyrir þetta tiltekna hóf:

Jakki: Jean Paul Gaultier fyrir Lindex
Skyrta: Jean Paul Gaultier fyrir Lindex
Buxur: Lindex
Skór: Focus

DSCF4517 DSCF4519 DSCF4520 DSCF4522 DSCF4525
Takk allir fyrir komuna.

xx,-EG-.

HAUSTKLÆÐI JÖR LOFA GÓÐU

ÍSLENSK HÖNNUNLOOKBOOK

jor0a

Ég fæ þann heiður að frumsýna nýtt og glæsilegt lookbook frá Jör by Guðmundur Jörundsson. Dömulúkk fyrir haustið sem við höfum margar beðið eftir (!)

Allar vörurnar hér fyrir neðan eru nú þegar komnar í sölu og bíða eftir okkur á Laugavegi 89. Loksins alvöru úrval af kvenfatnaði innan um fallegu herrafötin.  LACAUSA er nýtt merki í versluninni sem er vel stíliserað saman við íslensku hönnun JÖR. Hattarnir eru síðan punkturinn yfir i-ið frá Janessa Leone.

Freistingar … F A L L E G T.

jor16 jor14 jor13a jor13 jor8 jor6 jor4 jor15 jor11 jor12 jor10a jor10 jor9 jor7 jor5 jor3 jor2 jor1

Saga Sig tók myndirnar af fallegri Eydísi Evensen. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stíliseraði, Harpa Káradóttir sá um förðun og Steinunn Ósk um hár.

Efst á óskalista hjá mér er teinótta dragtin, rúllukragapeysan og að sjálfsögðu eitt stk hattur (!) takk fyrir – hann er musthave.

Spennandi tímar framundan hjá JÖR verslun. Hlakka til að koma í heimsókn og berja þessi notalegu haustklæði augum!

xx,-EG-.

DRESS: HALLÓ FRÁ HOLLANDI

DRESSLÍFIÐ

Við nýttum tækifærið (og veðurspánna) og hoppuðum til Hollands í gær. En Amsterdam liggur svo nálægt heimili okkar í Þýskalandi svo það var búið að vera á óskalistanum að kíkja hingað í heimsókn frá því við fluttum í nýja landið.

DSCF4265 DSCF4269 DSCF4264 DSCF4268
Hattur: WeekDay
Sloppur: Lindex / undirfatadeild
Eyrnalokkur: SecondHand
Bolur: GinaTricot
Stuttbuxur: Levis vintage
_

Mikið dásamleg ákvörðun í ótrúlega góða veðrinu sem september bíður uppá. Amsterdam er yndisleg og ég tók fullt af myndum því til sönnunar. Deili þeim fljótlega.

Góðar stundir yfir hafið til ykkar,
xx,-EG-.

Í GÆR: SMÁFÓLKIÐ STAL SENUNNI

FASHIONLÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Það verður seint hægt að toppa tískusýningu gærkvöldsins (!) Vá, þvílíkt og annað eins show. Lengsta en jafnframt flottasta sýning sem ég hef farið á og við vorum nokkrar sammála um það. En tískusýning verslunarkeðjunnar var semsagt hluti af leyniplani kvöldsins.

Þetta eru nokkur af mínum uppáhalds lúkkum stíliseruð af Kari Hirvonen og mynduð af Dino Soldin

Uppsetningin var þannig að hvert og eitt merki frá Lindex var tekið sérstaklega fyrir. Hátískumódel gengu pallanna við live tónlistaratriði sem hentuðu hverju þema fyrir sig. Stemning sem erfitt er að koma í orð.
Jean Paul Gaultier lokaði sýningunni með stæl og á í raun vinninginn yfir innkomur kvöldsins. Þrátt fyrir áhuga minn á lokalúkkum þá situr fastast í huganum brosandi börn sem komu mörgum á óvart um miðja sýningu þegar þau komu hlaupand inn pallanna. Sú fyrsta kom í handahlaupum á meðan aðrir renndu sér inn gólfið á hjólabrettum og öðru eins. Það skein í gegn að öllum þótti skemmtilegt – gleðin var við völd.

Myndavélar voru bannaðar en ég tók nokkrar á símann.

HÉR – á heimasíðu Lindex getið þið séð 2 mín. myndband sem fangar stemninguna vel.

Yfir heildina þá lofar haustið góðu – hvernig klæðin voru pöruð saman veitti innblástur. Virkilega vel stíliserað.
Og svo aftur að smáfólkinu: elsku einlægu börnin ….. þau kunna að bræða.

xx,-EG-.