fbpx

Í GÆR: SMÁFÓLKIÐ STAL SENUNNI

FASHIONLÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Það verður seint hægt að toppa tískusýningu gærkvöldsins (!) Vá, þvílíkt og annað eins show. Lengsta en jafnframt flottasta sýning sem ég hef farið á og við vorum nokkrar sammála um það. En tískusýning verslunarkeðjunnar var semsagt hluti af leyniplani kvöldsins.

Þetta eru nokkur af mínum uppáhalds lúkkum stíliseruð af Kari Hirvonen og mynduð af Dino Soldin

Uppsetningin var þannig að hvert og eitt merki frá Lindex var tekið sérstaklega fyrir. Hátískumódel gengu pallanna við live tónlistaratriði sem hentuðu hverju þema fyrir sig. Stemning sem erfitt er að koma í orð.
Jean Paul Gaultier lokaði sýningunni með stæl og á í raun vinninginn yfir innkomur kvöldsins. Þrátt fyrir áhuga minn á lokalúkkum þá situr fastast í huganum brosandi börn sem komu mörgum á óvart um miðja sýningu þegar þau komu hlaupand inn pallanna. Sú fyrsta kom í handahlaupum á meðan aðrir renndu sér inn gólfið á hjólabrettum og öðru eins. Það skein í gegn að öllum þótti skemmtilegt – gleðin var við völd.

Myndavélar voru bannaðar en ég tók nokkrar á símann.

HÉR – á heimasíðu Lindex getið þið séð 2 mín. myndband sem fangar stemninguna vel.

Yfir heildina þá lofar haustið góðu – hvernig klæðin voru pöruð saman veitti innblástur. Virkilega vel stíliserað.
Og svo aftur að smáfólkinu: elsku einlægu börnin ….. þau kunna að bræða.

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg