Hönnuðurinn Hildur Yeoman opnaði íslensku tísku”vikuna” með fyrstu sýningu helgarinnar sem haldin var á föstudeginum fyrir RFF. Það voru fáir sem létu showið fram hjá sér fara því troðfullt var út úr dyrum í Hafnarhúsinu í Reykjavik þetta kvöld.
Þetta er fyrsta fatalínan sem Hildur hannar en áður hefur hún einbeitt sér að sínum vinsælu skartgripum og allskonar listaverkum. Þó að þetta sé í fyrsta sinn sem við fáum heila fatalínu frá þessari miklu listakonu þá hefur hún samt sem áður hannað fallegan sýningarfatnað sem farið hefur í sölu og mörgum stúlkum hefur dreymt um að eignast. Þar á meðal ég.
Beðið var með eftirvæntingu eftir sýningunni sem stóðst allar væntingar með rokki og róli.
Ég sé strax nokkrar flíkur sem mega rata í minn fataskáp næsta haust.
High five Hildur Yeoman !
– Meira svona …
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg