fbpx

XO

DAGSINSLÍFIÐPERSÓNULEGTWORK

Það má vel vera að ég sé svolítið sorgmædd yfir litlu úrvali í H&M heimsókn minni vegna Isabel Marant línunnar. En það flottasta kláraðist upp á fyrsta hálftímanum í morgun. Ég var nefnilega ekki ein þeirra sem að beið í röð frá því klukkan 07:00 – hafði það ekki í mér en missti þá líka af því sem að mig langaði í og er pínu sorry yfir því. Ég hef þó ekki gefið alveg upp vonina.
_

Ég er hvergi leið lengur í þessu nýuppgötvaða franska vinnuhorni. Finnst ykkur ekki kósý hjá mér? Ohh .. mér finnst það.

photohphoto 1

Umhverfið: @ Homy´s
Bolli: Grand Café
Tölva: Apple MacBook Pro
Taupoki frá Einveru
Hattur: Lafayette

Eigið góðan dag. Það fer alveg að líða að nýrri helgi .. ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

xx,-EG-.

ISABEL MARANT X H&M: Í BÚÐIR Á MORGUN!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Edda Gunnlaugs

  14. November 2013

  Það var nákvæmlega sama sagan hér í London! Ég kom mér ekki í að bíða í marga klukkutíma en komst þó inn kl 10 og þá var langmest búið.

  • Elísabet Gunnars

   14. November 2013

   Það verður oft svona brjálæði við opnun en svo eru margir sem að fá móral og skila daginn eftir (haha) – allavega var það þannig í fyrra. Þá fann ég fyrir því að nýjar flíkur voru komnar á slárnar sem að höfðu klárast fyrsta daginn. Sjáumst hvað gerist um helgina :)

   • Pattra S.

    14. November 2013

    Ég var ekki í stuði fyrir því að slást um flíkur eins og kjánar svo ég mætti kl 10:20 þá var ALLT tómt!
    Var samt voða heppin að næla í eina flík í mátunarklefanum, í rólegheitum.
    Þetta var sturlað, fólk er tryllt.

 2. Hjördís DiIjá Gunnlaugsdóttir

  14. November 2013

  Allt uppselt í Kaupmannahöfn á 0,1 líka! eingöngu leður buxurnar eftir, svo mikið svekk :(

  • Elísabet Gunnars

   15. November 2013

   Ég krossa fingur að eitthvað komi aftur – Líka fyrir þig :):