fbpx

The World

HOMESHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég hef sjaldan fengið jafn mikið af fyrirspurnum úr ólíkum áttum eftir að ég birti þessa mynd á Instagram í gærmorgun. Fólk (mömmur) virðast hrífast af þessari ágætu heims-mottu og er ég þar sammála, hún er æðisleg. Ég ætlaði ekki endilega að blogga um hana en kemst nú eiginlega ekki upp með annað.

Mottan er frá danska merkinu OYOY og mér finnst hún henta vel á okkar heimili þar sem við fjölskyldan lifum þessu flökkulífi hér og þar um heiminn.

Ég las að landakortið er unnið í samvinnu við WWF samtökin og þvi rennur hluti af hverri seldri mottu til að bjarga ísbjörnum. Það var nú ekkert sem hjálpaði til við að sannfæra mig, en gaman að segja frá því.

01 14445772_10154076032087568_848628299_n14463763_10154076032152568_1356008488_n

Svona eru allir mínir morgnar þessa dagana. Kaffibollinn tekinn á stofugólfinu með lítinn mola fyrir framan mig. Við búum á tveimur hæðum og ég leyfi mottunni að vera á gólfinu niðri í stofu þó planið hafi verið í upphafi að hafa hana inni hjá Manuel. Hér finnst mér hún búa til fallegra leikrými og hentar því vel til að afmarka hans rými á neðri hæðinni.

Frá OYOY.
Á Íslandi fæst það í Snúrunni.

//

Many of you have asked for this World-carpet that I posted on Instagram yesterday. It is from the danish label OYOY and we love it in our home here in Sweeden.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEILBRIGT HÁR

Skrifa Innlegg