fbpx

SUNDBOLUR Á SMÁFÓLKIÐ

ALBASHOPSMÁFÓLKIÐ

Ég keypti ekki mikið í Barcelona ferð okkar hjúa fyrr í sumar. En ég keypti smá pakka fyrir Ölbuna okkar + smávægilegt frá spænskum verslunum fyrir sjálfa mig. Eitt af þvi sem hefur verið mest notað er sundbolur fyrir heimasætuna sem keyptur var í barnadeild Mango. Ég var búin að leita að nýjum sundbol í langan tíma á Íslandi en án árangurs. Petit var með æðislegt úrval fyrr í vor en Linnea sagði mér að þeir hefðu selst upp á methraða. Ég fékk reyndar falleg bikini í Lindex en langði í sundbol á móti.
Sá sem ég keypti hefur vakið athygli en mér finnst hann sjálfri æðislegur. Myndin og litlirnir féllu í kramið hjá 6 ára snótinni og mamman er jafn glöð með útlið. Þá var markmiðinu náð …

image_3 image_26 imageimage_7
Ég finn hann ekki í sölu á netinu en hann var keytpur sem ný vara og ég heyrði af honum enn í sölu til dæmis á Spáni. Fyrir ykkur sem eigið leið þar hjá.

Frá: Mango

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BEYONCE X FLASH TATTOOS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Sesselja

    7. August 2015

    Fallega Alba <3

  2. Bergþóra

    11. August 2015

    Fallega barn – sundbolurinn tónar svo einhvern veginn stórkostlega við augun hennar og húðlitinn <3