fbpx

SUMARKVEÐJUR

LÍFIÐ

Sænska sælan er að ná nýjum hæðum þessa dagana. Við eigum erfitt með að halda einbeitingu sökum þess að manni langar bara að vera úti öllum stundum. En .. mínir dagar skiptast í fyrir og eftir hádegi þar sem ég reyni að halda einbeitingu við tölvuna fyrripart dags og verðlauna mig svo með útiveru seinnipartinn. Þó hefði ég viljað ná enn fleiri sólarstundum í síðustu viku en stundum bjóða dagarnir ekki uppá það .. ég vinn það upp um helgina í staðinn.

Sólin færir manni svo mikla gleði og allt verður einhvern veginn auðveldara – ég veit að einhverjir á Íslandi loka tölvunni við þennan lestur, en þetta er þó sannleikurinn. Ég reyni að fanga þessi augnablik á filmu og hér hafið þið sólríkar helgarkveðju frá suður Svíþjóð sem hefur boðið uppá óeðlilega gott vor/sumar. Ég er einnig yfir mig ánægð að íslenska sumarið sé farið að láta sjá sig, Instagram lýgur ekki <3

Þið senduð mér rosalega mörg á Instagram og spurðuð um þessa strönd. Ég finn fyrir því að þið eruð mörg að fylgja mér sem búið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og viljið alltaf fá nafn á þeim stöðum sem ég heimsæki hérna á meginlandinu. Þessari mæli ég heilshugar með.

Ströndin er talin ein af fallegri í Svíþjóð og liggur rétt hjá Kivik. Það er heillandi leið að labba niður að henni því hún er endastopp í “Stenshuvud National Park” og það er einhver Tælands fílingur yfir henni (þó ég hafi aldrei komið til Tælands) – eitthvað sem þið setjið inn í GPS ef þið ætlið í bíltúr. Ef þið leggið í roadtrip þá mæli ég með því að enda daginn á eldbakaðri pizzu á Friden Gårdskrog, yndislegur staður með ljúffengum súrdeigspizzum. Þið verðið að panta borð því það er alltaf fullt á þessum leynistað.

Ítalía? Nei .. Suður Svíþjóð þessa dagana.

Balsby (fyrir GPS) er frábær staður að heimsækja með börn – stöðuvatn með fínu næði og bryggju fyrir börnin.

Lífið er núna. Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ALMENNT STRESS OG NÝIR SKÓR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    2. June 2018

    Dásamlegt ❤️ Og fallegar myndir