fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ANNA KRISTÍN

HOMEINSPIRATIONINSTAGRAM

AK
Fagurkerinn, förðunarfræðingurinn, flugfreyjan og bloggarinn Anna Kristín Óskarsdóttir á stílinn á Instagram að þessu sinni. Anna Kristín hefur haldið úti bloggi í nokkra mánuði og gerir það vel. Hún er einnig virk á Instagram þar sem hún tengir saman daglegt líf og vinnu á sjarmerandi hátt. Ég tók hana á tali. Þessari þurfum við að kynnast betur ….

Hver er Anna Kristín Óskarsdóttir?
32 ára hönnunarfíkill með meiru, móðir, hönnunarbloggari, förðunarfræðingur og flugfreyja. Hef starfað sem förðunarfræðingur í tísku- og auglýsingabransanum í rúm 10 ár.
Kláraði síðan hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði vorið 2014 og hef ekki stoppað síðan.

Uppáhalds tími dagsins?
Kvöldmatartíminn og fram að háttatíma, tíminn þegar öll fjölskyldan sest saman og ræðir daginn.

Mikilvægur hlutur á öll heimili?
Góður kaffibolli og hlýtt teppi, fyrir allar kósystundirnar þegar skammdegið skellur á.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?
Held ég verði því miður að segja símans. Hann gegnir alltof oft hlutverki síma, tölvu og myndavélar.

Uppáhalds verslun?
Hér heima eru það Snúran, Epal og Hrím. Erlendis er það Illum Bolighus – að ganga í gegnum hana er eins og að ganga í gegnum fallegt safn.

Af hverju Instagram?
Instagram er ótrúlega magnaður og valdamikill miðill. Mörg fyrirtæki hafa byrjað sinn rekstur eingöngu í gegnum Instagram og eru mörg þekkt merki í dag farin til dæmis að nota Instagram sem sinn helsta auglýsingamiðill.
Fyrir mig er hann líka miðill til að fá útrás fyrir ljósmynda- og hönnunaráhugann minn. Ekki er verra hvað hann gefur mér skemmtileg viðskiptatækifæri í leiðinni.

Hvað er á döfinni?
Ýmis spennandi hönnunartengd verkefni sem ég get því miður ekki sagt frá í augnablikinu og svo auðvitað undirbúningur fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminn sem er væntanleg í byrjun janúar næsta árs.

_

Takk fyrir að hleypa okkur í heimsókn kæra @annakristinoskars. Þú veitir okkur innblástur með því að fletta í gegnum myndirnar þínar, hefur fallegt auga fyrir hlutunum í kringum þig. Ég hlakka til að fylgjast áfram með þér.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SMÁFÓLKIÐ: SAMKYNHNEIGÐ

Skrifa Innlegg