Smartland spurði mig út í haustið á dögunum …
Ég talaði um útvíða trendið sem hefur verið mis vel tekið af Íslendingum. Sitt sýnist hverjum.
Hvernig er hausttískan 2015?
Kápa, t-shirt, leðurstígvél og klipptar beinar gallabuxur gæti verið góður einkennisbúningur ef við viljum vera „safe“ um að fylgja nýjustu tískustraumum. Útvítt mun festa sig í sessi – það hefur tekið tíma en ég held að fleiri og fleiri muni taka þátt í trendinu þetta haustið. Þar ættu strákarnir jafnvel að fara að detta inn líka, en ég hef trú á að það muni þó dragast örlítið.
Nú eru fötin að víkka svolítið. Hvernig er best að setja þau saman?
Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eftir hæð og vexti. Þegar ég fer til dæmis í útvíðar buxur þá para ég þær með hærri skóm (támjóum þetta haustið) og aðsniðna skyrtu við létta lausa kápu. Þegar ég svo tek oversized skyrtuna á næsta level þá held ég mig ennþá við niðurmjótt buxnasnið. Stúlkur sem eru hærri í loftinu gætu látið allt annað lúkk ganga upp.
Fleiri spurningar og svör og viðtalið í heild finnið þið: HÉR
Góða helgi kæru lesendur!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg