Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur síðasta misseri verið að vaxa á erlendri grundu. Alba mín er rík af fallegum flíkum frá merkinu og ég monta mig óspart af því að þetta sé íslenskt þegar útlensku mömmurnar í kring um mig spyrjast fyrir um fötin. Það er eitthvað sérstaklega skemmtilegt við það að klæðast og klæða börnin sín í íslenskt þegar maður er í útlöndum.
Instamóment úr fjölskyldualbúmi
Ígló&Indí eru rosalega dugleg að uppfæra myndaalbúm sín enda halda þau úti virkri netverslun á igloandindi.com ásamt því að stækka kúnnahóp sinn í Skandinavíu. En ég hef einmitt bent sænskum vinum mínum á þær síður sem ég sé að selja merkið hjá sér. Núna þarf ég að leita uppi þær þýsku?
Íris Dögg Einarsdóttir á heiðurinn af ljósmyndunum en hún er einskonar hirðljósmyndari fyrirtækisins. Ég er hrifin af lífleikanum sem verður að vera þegar börn sitja fyrir … finnst mér.
Ég var heppin að fá að fylgjast með “í beinni” þegar síðasta myndataka fór fram …. ég deili því myndum frá Írisi í framhaldinu.
Bak við tjöldin:
Heildarútkomuna finnið þið í netverslun: HÉR
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg