fbpx

Skreytum hús með greinum grænum

INSPIRATIONLÍFIÐ

AMG AMGjul
Við fjölskyldan ætlum að eyða jólunum hér í útlandinu og keyptum því jólatréð fyrir helgi.
Í grenjandi rigningu á föstudagskvöldið var farið í leiðangur og þetta tré að ofan varð fyrir valinu – sú yngsta fékk að velja. Myndirnar voru teknar þegar við mæðgur dúlluðum okkur við að skreyta tréð í gærdag – skemmtilegt.
Ég er frekar minimalisk þegar þegar kemur að jólaskreytingum en vegna heimasætunnar þá hefur það breyst örlítið síðustu árin.  Að búa til sínar eigin jólahefðir er mikilvægt fyrir smáfólkið og gerir aðventuna yndislegri en áður.

3paivitys_3_aloituskuva-620x929 18 12 123 19 10 20 13 15 21 14  16 17 201 9 3 1 4 5 6 2 7

 

Skreytum hús með greinum grænum –
… það finnst mér fallegt.
Þetta er sunnudags innblástur dagsins. Er ekki tilvalið að skreyta jólatréð á þriðja sunnudegi í aðventu?
Þegar við skreytum þá gildir setningin “less is more” ágætlega í mínum huga. Það er annaðhvort það eða að fara “all in”, sem ég kannski læri betur með árunum.

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SNURK FYRIR SMÁFÓLKIÐ

Skrifa Innlegg