fbpx

PENINGAR TIL GÓÐS

KONUR ERU KONUM BESTARLÍFIÐ


Ég er að vinna á Íslandi þessa dagana og það má með sanni segja að dagskráin sé ansi þétt. Uppáhalds fundurinn hingað til var með vinkonum mínum í góðgerðafélagi okkar Konur eru konum bestar þegar við afhentum ágóðann af sölu bolanna sem við seldum 2018.

Í ár söfnuðust 1.950.000 krónur sem runnu óskertar til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Sjóðurinn er svo mikilvægur því hann gefur öllum konum tækifæri til menntunar og í framhaldinu betra lífs, líka konum sem búa við erfið kjör.

Það snerti hjartað mitt mjög að mæta þangað með ávísun og persónulegt kort fyrr í dag. Takk fyrir að taka á móti okkur og sérstakar þakkir til allra sem keyptu bol og hjálpuðu okkur að gera þetta góðverk árið 2018. Við erum strax farnar að hlakka til að taka upp þráðinn og finna okkur nýtt verkefni að styrkja árið 2019 – allar ábendingar vel þegnar.

Frá vinstri: Aldís Pálsdóttir, Anna Pétursdóttir framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar, AndreA Magnúsdóttir, Guðríður Sigurðardóttir formaður Menntunarsjóðs og ég.
Á myndina vantar Rakel Tómasdóttur sem er hluti af Konum eru konum bestar teyminu.

Margt smátt gerir eitt stórt.

TAKK.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STEFNUMÓT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    22. January 2019

    Svo frábært <3
    Takk fyrir samvinnuna … Og TAKK allir sem eru með okkur í liði
    LoveLove