fbpx

STEFNUMÓT

LÍFIÐ

English Version Below

Góðan daginn fallega hvíta Reykjavík. Við hjónin ákváðum að nýta helgarfrí í handboltanum í Íslandsferð að þessu sinni í tilefni þess að góðir vinir okkar gengu í það heilaga í gærkvöldi. Við fórum “all in” í því að helgarfríið væri okkar foreldrafrí og bókuðum því hótel í Reykjavík og erum ó svo mikið að njóta þess að vera til í nokkra klukkutíma. Við fengum þessa nótt á Reykjavík Konsúlat í brúðkaupsgjöf síðasta sumar og ákváðum að nýta hana strax –  horfa þannig á helgarfríið sem deit og borgarferð þó þetta sé auðvitað okkar borg. Gunni var að kveðja herbergið og stinga af til Keflavíkur en ég varð eftir og mun vinna nokkra daga áður en ég fer heim til Danmerkur aftur. Ég átti smá dauðan tíma og ákvað því að setjast við tölvuna og deila með ykkur útsýninu í augnablikinu áður en ég þarf að tékka mig út. Fallega fallega herbergi, ég er mjög forvitin að vita hver sé innanhúshönnuðurinn – sá kunni vel til verka.

Þakklát fyrir dýrindis morgunmat og spa með mínum manni á þessum ágæta sunnudegi. En núna aftur út í hversdagsleikann, þó ég sé ekki alveg tilbúin í það …

Ég þarf svo að segja ykkur betur frá drauma brúðkaupi gærdagsins. Kem því betur að mjög fljótlega.

Eigið góðan dag!

//

I just love waking up in beautiful, white Reykjavîk. Gunnar had a weekend off so we used it to go to our good friends wedding here in Iceland

We decided to make this a date trip and a city escape in our own city – so we booked a room on the new Reykjavík Konsúlat Hotel downtown. Couldn’t recommend the hotel more, beautiful designed, lovely breakfast and a cozy spa room.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

10 ára áskorun: MÍNAR MINNINGAR

Skrifa Innlegg