fbpx

TAKK KONUR

DRESSKONUR ERU KONUM BESTAR

English & Svensk version Below

TAKK allar vinkonur sem mættuð á Konur Eru Konum Bestar kvöldið okkar í Hafnarfirði á föstudaginn. Ég er rétt að ná mér niður á jörðina þegar þetta er skrifað. Það er greinilegt að klappliðið okkar stækkar hratt og örugglega. Við konurnar sem stöndum á bakvið verkefnið vorum í hamingjukasti eftir vel heppnaðann viðburð en salan á bolum gekk fram úr björtustu vonum  og ég hlakka til að heyra niðurstöðuna.

TAKK líka þið sem keyptuð bol á netinu, álagið var mikið á kerfinu og við fengum að heyra að einhverjar hefðu þurft að refresha síðuna í 2 klukkutíma til að ná inn á meðan aðrar gáfust upp. Því finnst mér mikilvægt að segja ykkur að þið hafið ennþá tækifæri á að kaupa bol (HÉR) en við ákváðum að hafa opið fyrir sölu út næstu viku. Einhverjar stærðir eru uppseldar og lítið er eftir af hinum – bolirnir eru í boyfriend sniði og því nokkuð loose.

Allur ágóði af sölu bolanna fer í góðar hendur en í ár styrkjum við Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, meira um málið – HÉR.

Þykir svo vænt um þessar bestu konur í baksýnisspeglinum .. þakklát fyrir að vinna verkefnið með slíkum ofurkonum.
AndreA Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Aldís Pálsdóttir eru konurnar á bakvið verkefnið (og mig). 

Hattur: AndreA, Bolur: Konur Eru Konum Bestar, Buxur: AndreA (væntanlegt), Skór: Vagabond/Kaupfélagið

SAMAN KOMUMST VIÐ ALLA LEIÐ!

xx,-EG-.

//

The “Konur Eru Konum Bestar” event was a success. I’m so so happy and thankful for all the positive feedback.

There are still some T-shirts left online: HERE.

//

Jag är så tacksam över mottagandet vi fick på vårt project “Konur Eru Konum Bestar”.

Vi har tryckt ordet “Kvinna” på många olika språk på ryggen, den detaljen gillar jag verkligen.
Några svenskar har skrivit till mig på Instagram ang. T-shirten. Nu går att köpa den på nätet, men vi har inte så många kvar – HÄR.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG

Skrifa Innlegg