fbpx

PÁSKAGJÖFIN MÍN

ALBALÍFIÐ

Á þessum stórskrítnu tímum áttum við okkar bestu páska þegar við sameinuðumst Ölbu okkar – loksins. Fyrir ykkur sem ekki fylgist með reglulega þá er Alba 11 ára dóttir mín sem hefur fengið að upplifa draum sinn á Íslandi síðustu mánuði með hlutverk í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu, sýningu sem er að sjálfsögðu búið að fresta. Í þessu ástandi þá vill maður ekkert meira en að vera með sínu fólki og því þráðum við það heitt að fá síðasta púslið í fjögurra manna fjölskyldunni heim.

Eftir að samkomubann var hert á Íslandi þó fórum við strax í það að koma Ölbu til okkar. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því eins og flestir vita þá er nánast búið að leggja niður flugsamgöngur og ómögulegt er að komast til Kaupmannahafnar, eitthvað sem maður hefði aldrei trúað að gæti gerst. Þetta varð því sagan endalausa, hætt var við hvert flugið á fætur öðru og ég held að ég hafi verið búin að bóka yfir 10 flug með ýmsum flugfélugum, ekkert gekk upp og ég var orðin mjög svartsýn. Þrátt fyrir vonbrigðin þá langar mig samt að hrósa Icelandair og sérstaklega henni Olgu þjónustufulltrúa, sem ég erfði frá landsliðsferli Gunna, hún aðstoðaði okkur með góðmennskuna að leiðarljósi í gegnum allt ferlið.

Að lokum var eitt neyðarflug sett á til Stokkhólms og við keyrðum af stað. Alba lenti þar og fékk svo að fylgja dásamlegri fjölskyldu niður til suður Svíþjóðar þar sem við biðum eftir henni. Planið var að stoppa bara stutt og drífa okkur svo aftur yfir landamærin, en úr því að við vorum komin alla þessa leið þá ákváðum við þó að gista þar og njóta smá. Við leigðum lítinn bústað við suð-austur strönd Svíþjóðar í skóglendi, í um 200 metra fjarlægð frá stöndinni. Þetta var algjör draumur, við vorum saman og vorum svo þakklát fyrir það, allt í einu með engar áhyggjur. Ein plönuð nótt varð að fimm og við vildum helst ekki fara heim, við náðum algjörri  slökun og opnuðum varla tölvuna. Að lokum héldum við þó heim á páskadagskvöld, endurnærð.

Á þessum COVID tímum er ég að læra svo margt, ég er svo ástfangin af fjölskyldunni minni og þakklát fyrir allt fólkið mitt, þakklát fyrir tæknina sem leyfir okkur þessi verðmætu samtöl. Maður er sífellt minntur á þessa litlu hluti sem gera svo mikið fyrir mann – bros og hlátur frá börnunum, systkina ást sem bræðir. Ég upplifi náttúruna upp á nýtt því í öllu þessu samkomubanni er hún svo mikilvæg. Ég hef alltaf heillast svo af Íslandi og okkar einstaka grófa landslagi sem við höfum við hendina, ég held að þið sem búið á klakanum ættuð alls ekki að missa af því að kynnast landinu upp á nýtt ákkurat þessar vikurnar.
Dagleg útivera gefur extra mikla orku, hvort sem það eru gönugutúrar eða hálftíma hlaupahringir eins og ég er að vinna mikið með. Í sænska skóginum var náttúran að gefa mér smá extra, þess stund þegar við settumst út á verönd með sængina og kaffibollann á morgnanna – það er stund sem situr mjög fast í mér – algjört móment.

Hamingjan er hér ..

Handklæði/Teppi:  TAKK/Epal

Sameinaðar ..

Trefill: AndreA

Má ég eiga heima hér?

Kaffibolli: Sjöstrand, Nýjir sandalar: Arket

Páskaungarnir mínir  ..

Ég fékk margar spurningar um bolinn, hann er H&M Trend.

Vonandi áttuð þið góðar stundir með ykkar nánustu síðustu daga.

Ég sendi hlýjar baráttu kveðjur yfir hafið … þetta hlýtur að fara að ganga yfir <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MIÐBORGIN OKKAR - VERSLUM Á NETINU

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Jovana

    15. April 2020

    Yndisleg og falleg færsla ?

    • Elísabet Gunnars

      15. April 2020

      Knús elsku Jovana <3

  2. Anna Bergmann

    15. April 2020

    Yndislega fjölskylda <3 Páskaknús til ykkar xxx