fbpx

ÓSKALISTINN: MARS

LANGARSHOP

Í lok hvers mánaðar fer ég yfir þær óskir sem hafa verið mest í mínum huga hverju sinni. Í mars hélt ég að vorið væri komið hingað til Svíþjóðar en það virðist ekkert lát vera á þeirri von. Ég er með hugann við brúðkaup okkar Gunna sem verður í júní og því með hvíta kjóla á heilanum án þess þó að finna þann eina rétta (það kemur .. ) og svo eru það sólgleraugu í öllum gerðum, nýjir skór og bjartari litir sem kalla á mig. Þetta er óskalisti mars mánaðar –

 

 

  1. Hvítur síðkjóll verður líklega í næstu mánaðaróskum líka. Það væri líkt mér að finna ekki brúðarkjólinn fyrr en korter í kirkju en við vonum að það verði ekki raunin. Þessi er dásamlegur, frá Roland Mouret og fæst: HÉR
  2. Conscious Exclusi­ve fatalína H&M verslana fór í sölu í sjöunda sinn um miðjan mars. Línan er vel heppnuð í ár en þar leynast meðal annars þessir dásamlegu eyrnalokkar sem mig langar að eignast. Fást í útvöldum verslunum, þar á meðal í Smáralind.
  3. Það var sjálf Beyonce sem seldi mér þessa fallegu doppóttu Self-Portrait blússu þegar hún klæddist henni á dögunum.
    Ég fann flíkina á Mytheresa, HÉR, en hugsa að ég kaupi hana ekki heldur reyni frekar að gera betri sambærileg kaup annarsstaðar.
  4. Náttföt dags og nætur … ég er mög mikið að vinna með það ágæta lúkk eins og þið hafið eflaust flest tekið eftir. Þessi er frá Lindex, fæst: HÉR
  5. Bjartari litir í fatnaði og förðun – mælið þið með einhverjum góðum nude/orange varalit?
  6. Þetta meik var notað á mig nokkrum sinnum í byrjun árs og síðan þá er ég búin að vera á leiðinni að kaupa það! Satin Foundation frá Sensai.  Fæst í Lyfju og verslunum Hagkaupa.
  7. Ávaxtasýrur á andlitið nokkrum sinnum í viku. Ég keypti fyrsta boxið mitt fyrir tæpu ári síðan og það var að klárast núna enda nota ég þetta á andlitið ca 4 sinnum í mánuði  – þarf að drífa mig að kaupa nýtt. Fæst: HÉR. Kælandi djúphreinsi skrúbbur með ávaxtasýrum
  8. Á draumalista er þessi Paulistano Lounge stóll (!) sem nú er fáanlegur á Íslandi, HÉR … HAF kann þetta.
  9. Þennan Alphabet bolla frá Royal Copenhagen ætlaði ég að kaupa mér á Kastrup í byrjun mars en E var uppseldur. Kunigund selur Royal Copenhagen á Íslandi en þau eru ekki komin með þessa línu – örugglega væntanleg ..
  10. Þessi sundbolur frá Totéme má verða minn! Fæst: HÉR
  11. Ég sagði í byrjun póstsins að vorið væri að láta bíða eftir sér. Ég hef bara náð í það inn með því að fylla heimilið af grænum plöntum.
  12. Tími sólgleraugnakaupa. Mig langar í mörg en er þessa dagana að leita mér að einhverjum góðum hversdags í ljósum lit – þessi eru frá Barton Perreira og fást í Auganu í Kringlunni.
  13. Sokkastrigaskór eru eitt af þægilegu trendum sumarsins. Þessir eru frá Balenciaga …. nei djók, eftirlýking frá Bianco. Fást: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

PARET SOM DELAR MODE OCH LIVSSTIL

Skrifa Innlegg