fbpx

ÓSKALISTINN: APRÍL

LANGARSHOP

Óskalistinn fyrir apríl kemur heldur seint en það er ástæða fyrir því!! Vörurnar eru löngu tilbúnar í sér skjali á desktopinu en ég kunni ekki að raða þeim á sama blaðið sökum þess að Polyvore (forrit sem ég hef notað hingað til) ákvað að breytast í netverslun mér til ama. Þá kom Svana á Svart á Hvítu mér til bjargar (Team Trendnet hjálpast að <3 ) og ég er henni svo þakklá enda aldrei verið með eins fallegan óskalista og hér að neðan …. ég þarf að læra á photoshop og það strax!

Vörurnar sem sjást hér að neðan hafa lent í möppu hjá mér hægt og rólega yfir apríl mánuð. Nú birti ég þær hér á blogginu í von um að þær geti verið kauphugmyndir fyrir ykkur. Allar fást þær í íslenskum verslunum ..

 

1. Ég hef haft augastað á þessum drauma bekk frá Bolia í lengri tíma. Nú þegar ný týpa kom í sölu, Posea furry bench, þá get ég ekki hætt að hugsa um hann. Fæst: HÉR

2. Því ljótari, því betra? Haha .. ég er allavega með þessi Han Kjobenhavn sólgleraugu á óskalistanum inn í sumarið og ég veit að mörgum finnst þau flippuð. Þið verðið að prufa að máta áður en þið gerið upp hug ykkar. Þau heita Amber og fást: HÉR 

3. Þessir fóru í óskalista möppuna snemma í apríl og urðu svo loksins mínir í lok mánaðarins. Haldið þið að það sé nú … að nýja Crossfit daman sé orðin flott í hádegistímunum hér í sænska !! Ég hef sjaldan verið eins glöð með skó, og ég tek það aftur fram að þetta eru Crossfit skór ekki partý hælar … hvað er að gerast með mig! Fást: HÉR

4. Það eina sem ég á ekki frá uppáhalds SJÖSTRAND er þessi pressukanna sem er ný frá merkinu. Falleg á borði með meiru og ég verð að eignast hana fljótt. Fæst: HÉR

5. Munið þið þegar ég bloggaði sérstaklega um þennan serum penna frá Bio Effect? Nú er minn búinn og ég sakna þess svo mikið að geta borið kalt á baugana. Lesið meira um þessa snilldar vöru, HÉR, og fyrir áhugasama fæst penninn: HÉR

6. Allt sem er hvítt hvítt finnst mér vera fallegt, þessa dagana … og nei, ég er ekki búin að finna mér brúðarkjól (þetta reddast og allt það ;) ) ! En þessi bolur frá Style Mafia er draumur út í gegn og fæst í YEOMAN á Skólavörðustíg. Heppin þið!

7. Eyrnalokkar sem setja punktinn yfir i-ið á heildarlúkkið. Þeir þurfa ekki að vera svo stórir til að þeir séu eftirtektarverðir. Þessir fást hjá Hlín Reykdal úti á Granda – verslun sem ég mæli mikið með að heimsækja. Eyrnalokkarnir eru frá Paola og fást: HÉR

8. Þó ég sé vissulega ánægð með æfingaskóna þá er ég líka hrifin af þessum 90s sandölum frá BIANCO. Geggjaðir! Fást: HÉR

9. Stuttermabolir með skilaboðum er málið. “Every moment matters so do something good today”. Fæst: HÉR

10. Þessa dagana langar mig í hárklemmur í öllum litum. Þessi er frá Lindex og fæst: HÉR

11. Og síðast en ekki síst. Ég er ekki bara að plana brúðkaup þessa dagana … ég er líka að plana brúðkaupsferð og hugur minn leitar til Indonesíu sem er ástæðan fyrir því að þessi mynd fær að fljóta með – æ hvað ég er farin að hlakka til <3

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: KÖFLÓTT

Skrifa Innlegg