fbpx

Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál

FÓLK

Ég bara get ekki annað en vakið athygli á nýrri herferð UN Women sem snerti svo við mér rétt í þessu. Ég pressaði á play á myndbandi sem varð á vegi mínum á Facebook og kláraði að horfa á það með tárin í augunum eftir að hafa hlustað á upplestur á raunverulegum reynslusögum kvenna – brýtur hjarta mitt.

HeForShe er aljóðleg hreyfing UN Women sem hvetur sérstaklega karlmenn til að beita sér í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Hreyfingunni var ýtt úr vör fyrir fjórum árum í Samaeinuðu þjóðunum af leikkonunni Emmu Watsson sem hvatti karlmenn til að láta til sín taka.

 

Tekið af heimasíðu UN WOMEN:

Vissir þú að?

  • Um 120 milljónir núlifandi stúlkna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
  • Konur og stúlkur eru 71% allra þolenda mansals í heiminum
  • Þriðja hver kona í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi

UN Women hefur hrint af stað átakinu Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Við vonum að myndbandið hreyfi sérstaklega við karlmönnum og strákum og hvetjum þá til að beita sér markvisst gegn kynbundnu ofbeldi.

Hvað getur þú gert?

  • Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Taktu samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvettu hann til að leita sér hjálpar
  • Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
  • Hringdu á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
  • Tilkynntu hefndarklám og netníð sem þú verður vitni að


Ég er búin að skrá mig HÉR og hvet þig til að gera það líka!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SKELFISKMARKAÐURINN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    28. September 2018

    Veistu, þetta myndband gjörsamlega skall á mig og ég get ekki hætt að hugsa um það. Takk fyrir að deila því hér á Trendnet líka <3

    • Elísabet Gunnars

      28. September 2018

      <3 ég er alveg miður mín eftir að hafa horft. Virkilega átakanlegt og fær mann til að hugsa, og vilja hjálpa.