fbpx

NÝTT UPPHAF

LÍFIÐ

Í fréttum er þetta helst …. en ég hef beðið með að deila því hér á blogginu þangað til núna.

Við fjölskyldan ferðuðumst til Þýskalands á dögunum en þar hoppuðum við á milli húsnæða í von um að finna nýtt heimili. Ástæðan fyrir ferðalaginu eru nefnilega væntanlegir flutningar til Þýskalands seinna í sumar þar sem Gunnar Steinn hefur skrifað undir samning við Gummersbach, það fornfræga handboltalið. Einhverjum þykir þetta örugglega óvenjulegt líf sem við lifum en þið sem lesið bloggið hjá mér fylgið mér semsagt í þriðja landið núna í sumar.

photo 1photo 2 photo 3image-1 image-3 image-4 image-5 image-6 image-8 image-9 image-10 image-11 image-13 imageUntitledphoto 2

Ég hef notið síðustu tveggja ára í Frakklandi vel og þó að ég kveðji heimilið hér í landi þá er enn stutt fyrir mig í heimsókn í tískuborgina frá nýja heimilinu í Þýskalandi – jess (!) Ég er svo sannarlega ekki farin fyrir fullt og allt en tek nýju upphafi með jákvæðni og spennu.

xx,-EG-.

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    23. May 2014

    Vá er þetta nýja íbúðin.. þar sem Alba stendur í stiganum? Æðisleg:)
    Spennandi tímar framundan!!

    • Elísabet Gunnars

      23. May 2014

      Heimilið er ekki enn fundið. Við skoðuðum nokkrar …. og þessi er ofarlega á draumalistanum. :)

  2. Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir

    23. May 2014

    Gummersbach og Köln eru æði :) Ég ferðaðist einu sinni frá Gummersbach til Parísar, það er ekki svo langt ferðalag og bara gaman. Gangi ykkur vel á nýjum og skemmtilegum slóðum. :)

  3. Hafdís

    23. May 2014

    Vá en spennandi og flottar myndir. Ég elska Þýskaland! Við erum í sama pakka, erum að flytja núna eftir sumarið á nýjan stað og ég vona að það verði aftur þýskaland. Gangi ykkur vel á nýjum stað :)

  4. Halla

    25. May 2014

    Hamingjuóskir

  5. Halla

    25. May 2014

    Hamingjuóskir…