fbpx

NORR x 101

HOMESHOP

English version below

Við Gunni vorum svo heppin að ná að slá nokkrar flugur í einu höggi þegar við eyddum degi í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Eins og lesendur mínir vita þá er ég mjög hrifin af danska húsgagna merkinu Norr11 og sit einmitt í sófa frá þeim í þessum skrifuðu orðum. Nú hefur bæst í Norr11 fjölskylduna, systurmerkið 101 Copenhagen og að því tilefni var opnuð popup verslun á besta stað í Kaupmannahöfn (Købmagergade). Sýnin á bak við 101 Copenhagen er að skapa heim af fallegum fylgihlutum og ljósum með áherslu á hágæða handverk og tímalausa hönnun.

Merkinu var launchað í París á Maison & Objet hönnunarsýningunni og voru viðbrögðin svo góð að stór hluti af línunni er þegar uppseldur en sem betur fer er meira á leiðinni. 101 Copenhagen er væntanlegt á Hverfisgötuna í NORR11 í Nóvember.

Ég fékk þau hjá Norr11 til að segja mér aðeins meira um þessa nýju línu:

“101 Copenhagen er systurmerki NORR11 og mun leggja höfuð áherslu á fylgihluti og ljós og má segja að þetta séu þeir fylgihlutir sem okkur hafi þótt vanta með NORR11. Þó svo að merkið sé danskt og hönnuðirnir danskir sækir fyrsta línan innblástur víða að en annar hönnuðuna er menntaður í Japan og hinn hönnuðurinn sækir mikinn innblástur til Indónesíu. Það sem gerir línuna sérstaka er samspil ýmissa efna og sérstök nálgun á efnisval. Sem dæmi koma vasar úr sérmeðhöndluðu járni, ljós úr oxideruðu áli, ýmsar útgáfur af keramiki, viði, flaueli, leðri og fleira. Þó svo að allt séu þetta fylgihlutir gerðir með einhverjum ákveðnum tilgangi þá minna sumir hlutanna hreinlega á skúlptúr og gefa heimilinu eitthvað sérstakt.”

 

Gunnar Steinn og Magnús Berg –

Þetta ljós er efst á óskalista undiritaðrar –

Fer þessi hönnun mér vel? –

Magnús Berg CEO hjá Norr11. Í hillunni fyrir aftan hann má sjá helstu hluti frá 101 Copenhagen –

Þessir vasar heilluðu mig. Líta út eins og skúlptúr en gegna sínu hlutverki –

Borðlampi –

Fallegt og tímalaust –

Mig langar að drekka kaffi úr þessum bollum á morgnanna –


Svo bara eitt að lokum sem tengist 101 línunni ekki beint. Þessi væntanlegi Norr11 stóll!! Má hann plís verða minn? Bjútífúl!


//
One of my favorites, Norr11, just opened a pop-up shop downtown Copenhagen. We visited the shop last week and got to know their new sister-brand, 101 Copenhagen. It includes accessories for the home, lights and lamps – something that Norr11 was missing.

___

Ég biðst velvirðingar á gæðum myndanna sem eru allar upplýstar vegna þess að myndavélin var vitlaust stillt. Vonandi kemur það ekki að sök.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Betri hárbursti

Skrifa Innlegg