fbpx

NIKE X ANDREA

EDITORIALÍSLENSK HÖNNUN

Það verður alltaf algengara að vörumerki taki höndum saman í hinum stóra tískuheimi og það gleður mig að sjá að Íslendingar fylgja í fótsporin.

Nike á Íslandi og fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir sameinuðu krafta sína í fallegum myndaþætti. AndreA er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir og hefur í gegnum árin skapað línur sem einkennast af þokka og elegance. Í samstarfi sínu við Nike vildi hún nota andstæður og stíliseraði þunga kjóla og show item við sporty lúkkið frá Nike.

Útkoman var frábær og fyrstu myndirnar lofa góðu – hreyfimyndirnar eru mitt uppáhald.

WJnHx90WCp5Eo5-zr-dZahn7d5Tj0IM8Y2XRaFoI4p0,HAwWJOl4y8MBwvL02uKdlXVyqehVXuwp5xrNJfZWbXw,KA6O0uCW17lR7nBoYUeUAFUab7FZdQcPKtI2UMIyQ1g,zDi6j-8LAMF039qq6bkYA6vzm_yNz6N6YUGVKQg05OoZUUusARjxW6ES6wNkfwbloXVIm0Sz2vXl9qUz_kxmEM,nSpJXkG8qdM3V5TtFrm93Wb6IvuNxRHdE8JmT2M9rCg,8CxnHCcFxIW9f2FMRE5eBOmxTu5k0JIrxe7GTk29h6M,pbu4QrNlkIWsbuuvpMcNB4eN5xAsr1JcGzY9bUbLXz4,cqXtsYOLUba42Oy9Dej0CVuUBcksQTAZQRxhCVdnWrE

Bak við tjöldin

Elfa Arnadóttir markaðsstjóri Nike á Íslandi segir samstarfið við Andreu upphaflega hafa byrjað sem hugarfóstur milli hennar og Aldísar Páls ljósmyndara.

“Ég er búin að vera að horfa lengi í þessa átt en aldrei tekið skrefið og keyrt á þetta. Ég viðraði þetta einn góðan veðurdag við Aldísi þar sem að ég vissi að ég vildi fá hana með mér í þetta verkefni, enda einstaklega fær í sínu fagi og frjó af hugmyndum. Við heyrðum strax í kjölfarið í Andreu og sáum okkur leik á borði.”

“Við hjá Nike erum í raun að fylgja erlendri fyrirmynd en eins og margir sáu kannski í fyrsta tölublaði Glamour þá birtist þar myndaþáttur af samstarfi Nike við Johönnu f. Schneider, þýskan hönnuð sem búsett er í Berlín og hannar jafnt hátískufatnað sem og hátæknilegan íþróttafatnað og blandar þeim andverðu pólum saman í nýrri línu frá Nike. Við getum að sjálfsögðu ekki farið í það að búa til flíkur á þennan hátt hér heima en við getum tekið hugtakið, unnið út frá því og sniðið það fyrir okkar markað.”

“Markmiðið með verkefninu var að blanda saman íþróttafatnaði og hátísku/glamúr. Við erum að vinna með hugtak sem nefninst Cinemagraph og lýsir sér þannig að um er að ræða ljósmynd – sem inniheldur örlitla hreyfingu sem gefur áhorfanda þar af leiðandi tímaskynjun á sama tíma og horft er á ljósmyndina. Eins og supermódelið Coco Rocha orðaði það: “it’s more than a photo but not quite a video”. Sjón verður sögu ríkari

Ég er sérstaklega hrifin af hreyfimyndunum. Þar fáum við að sjá eitthvað nýtt og ferskt sem virkar. Ískalda landið okkar í svo fallegri mynd gefur mér smá heimþrá.

Til hamingju AndreA & Nike – þetta er virkilega vel gert! Vonandi að aðrir fylgi þessu fordæmi eftir .. þetta virkar fyrir mig og örugglega fleiri.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

  Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BALMAIN X H&M

Skrifa Innlegg