Elísabet Gunnars

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ELFA ARNAR

STÍLLINN Á INSTAGRAM

image-29

Ofurkonan Elfa Arnardóttir á Instagram stílinn að þessu sinni. Kona sem er töffari alveg inn að beini. Hún er einstaklingurinn sem þið sjáið á fullri ferð um bæinn: annaðhvort á hlaupum, rúllandi um á hjólabretti eða í vinnunni þar sem hún er ein af þeim duglegri.

Hver er Elfa Arnardóttir?
Ég er 27 ára gömul og uppalin í 103 RVK. Ég er það lánsöm að fá að starfa hjá Icepharma sem markaðsstjóri fyrir Nike á Íslandi og er með gráðu í verkfræði frá HR. Í hjarta mínu hef ég alltaf verið óttalegur sígauni en ég lifi fyrir að flakka um heiminn eins mikið og starfið mitt leyfir. Að því sögðu á ég á mjög erfitt með að tolla á sama staðnum í einsleitum verkefnum til lengri tíma. Ég tel mig lifa nokkuð heilbrigðum lífstíl og hef áhuga á fjölbreyttri hreyfingu, ferðaflakki og fólkinu í kring um mig.

Hversu mikilvægur er klæðaburður í þínu fagi?
Ég myndi segja nokkuð mikilvægur. Tíska er eitthvað sem ég hef spáð mikið í frá því að ég man eftir mér. Það sem einkennir mig kannski einna helst er aktívur lífstíll, en ég þeysist í gegn um daginn á ofsa hraða og fer stundum langt fram úr sjálfri mér. Það eru mörg “street” – merki sem að tala beint við minn lífstíl að mínu mati og ég myndi kannski helst staðsetja mig þar. Aftur á móti finnst mér rosalega fallegt að blanda saman hátísku, “heritage” merkjum (Barbour, Charhartt osrfv.) og klassískum íþróttamerkjum á borð við Nike og Coverse. Mér finnst t.d fallegur leðurjakki, víður bolur, plain hlaupabuxur, húfa og veglegir sneaker-ar eðal kombó.

Áttu þér einhverja fyrirmynd þegar kemur að klæðaburði?
Já já ég hef pikkað upp allskonar trend hér og þar frá fólki sem ég tel að deili minni hugsjón varðandi klæðaburð og stíl. Þar má kannski helst nefna Adrianne Ho, Giizele Oliveira og snekearhausinn Caroll Lynn eða Careaux. Kirsty Godoso finnst mér líka einstaklega falleg og flott en hún er yfirþjálfari hjá Nike og getur haft hvetjandi áhrif á hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl almennt.

Must fyrir veturinn?
Fyrir mig? Síðar hettupeysur, strigaskór, bomber jakki, leðurjakki, æfinga/hlaupabuxur, crew peysur, smekklegar kósí buxur, víðir bolir, stór trefill, húfur og derhúfur. Ég er lika mjög hrifin af fallegu eyrnaskrauti þessa dagana, því fleiri göt því betra.

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur? Eða jafnvel æfingatips?
Don’ts: Ekki reyna of mikið að taka upp stíl sem á ekki við þig eða þinn persónuleika bara vegna þess að allir aðrir eru að gera það
Dos: Vertu samkvæm sjálfri þér með því að ganga í fötum sem eru þér náttúruleg, sem þér líður vel í  og ganga upp við þinn lífsstíl

Hvað æfingar varðar… Just do it?
Nei nei..Mín helsta gleði síðari ára sviði hreyfingar er hlaup. Það er skemmtilegt, erfitt og fegurðin við það að vera hlaupari er að þú þarft ekki líkamsræktarkort eða ákveðin skilyrði til þess að hlaupa. Bara viljann til þess að fara ótroðnar slóðir og góða hlaupaskó !

Hvað er á döfinni?
Það sem er helst í gangi hjá mér þessa dagana er að við hjá Nike erum að opna svokallað “MPT” svæði með Útilíf á besta stað í Kringlunni annað kvöld milli 17:00 og 19:00. Við erum búin að rífa allt út úr 55 fermetrum fremst í versluninni og með aðstoð tveggja ungra arkitekta erum við búin að hanna rýmið gjörsamlega upp á nýtt frá toppi til táar að erlendri fyrirmynd. Markmið Nike er að bjóða viðskiptavinum alltaf upp á bestu hugsanlegu upplifun sem hægt er að fá við verslun og við erum hægt og rólega að innleiða það á íslenskan markað.
Fyrir utan það, Loftbylgjuhátíðin um helgina og svo beinustu leið til Portland, Oregon.

Ung kona á uppleið.
Takk fyrir spjallið @elfaarnar

TREND: LOW BUNS

Skrifa Innlegg