Uppfært:
Úr 120 kommentum fékk ég tölurnar 73 og 26 þegar ég setti inní random.org – hið ágæta úrlausnarforrit. Hvað myndi ég gera án þess? Það er svo mikilvægt að sami sénsinn gangi yfir alla. Takk (!) til ykkar sem skrifuðuð undir póstinn að þessu sinni.
Það gleður mig að gleðja aðra og sérstaklega þegar um mína eigin vöru ræðir.
Karitas Heimisdóttir (komment 73)
(svört kápa)
&
Halldóra Víðisdóttir (komment 26)
(leðurbuxur)
.. þið voruð þær heppnu að þessu sinni (!)
Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.
Moss by Elísabet Gunnars fæst í Gallerí 17 Kringlunni og núna einnig í Smáralind.
Happy shopping!
_
Stóra stundin er runnin upp, Moss by Elísabet Gunnars kemur í búðir í dag – 12:00 í Galleri Sautján Kringlunni.
Við skutum í vikunni lookbook fyrir línuna. Myndirnar að neðan hefðu aldrei orðið svona fínar ef ekki hefðu eintómir snillingar hjálpað til. Saga Sig kann sitt fag svo sannarlega og leiðbeindi byrjendanum, mér, með sinni einstöku hæfni. Mér fannst mikilvægt að vera sem líkust sjálfri mér og fékk því makeup og hár í takt við það. Theodora Mjöll rétt snerti við krullunum sem urðu ýktari fyrir vikið og Erna Hrund töfraði fram það sem hún kann best. Hulda Halldóra er hæfileikaríkasti stílisti landsins og ég er svo heppin að hún er vinkona mín – sú hjálp var ómetanleg, sérstaklega fyrir þær sakir að ég “þurfti” að sitja sjálf fyrir.
Vá hvað ég er heppin með allt þetta góða fólk sem ég á í kringum mig.
Lookbook Moss by Elísabet Gunnars fæddist.
Myndir: Saga Sig
Módel: Elísabet Gunnarsdóttir
Stílisti: Elísabet Gunnarsdóttir & Hulda Halldóra Tryggvadóttir
Makeup: Erna Hrund Hermannsdóttir
Hár: Theodóra Mjöll
Andleg aðstoð: Gunnar Steinn Jónsson & Rósa María Árnadóttir
-LOOKBOOK LEIKUR-
Ég ætla að vera með léttan leik. Þið megið smella á “Deila” takkann niðri til hægri eða nota “Pin it” takkann á myndunum sjálfum. Skrifið síðan athugasemd við færsluna með einni flík sem þið vijlið eignast úr línunni og ég dreg út heppinn lesenda eftir helgi.
Ég hlakka til að sjá sem flesta í dag! Þið verðið auðvitað að koma og sjá hvað er í boði með eigin augum. ;) Ég verð á gólfinu fram eftir degi.
Basic er best! En það lýsir fatalínunni vel.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg