Í tískufréttum er þetta helst!!
Frá franska Louis Vuitton og yfir til sænska IKEA – það er eitthvað heillandi við þessar andstæður og vekur áhuga minn.
Sjálfur Virgil Abloh hannar, í samstarfi við IKEA, hönnun á mottu! Og ég elska að skrifa um IKEA mottur ;)
Fyrir ykkur sem ekki þekkið til Abloh þá er hann listrænn stjórnandi hjá franska tískuhúsinu Louis Vuitton og maðurinn á bakvið streetstyle merkið Off-White. Allavega risa nafn í tískuheiminum og þetta er kannski motta sem LV aðdáendur ættu ekki að láta framhjá sér fara – “KEEP OFF”.
Hvaða skammtastærð haldið þið að Abloh hafi fengið sér af kjötbollunum þegar hann fundaði með IKEA? 10 bollur giska ég á.
Mottan er glæsileg og hugmyndin á bakvið hana skemmtileg. Abloh sækir innblástur til alvarlegra foreldra sem ganga langt til að verja húsgögnin sín. Þetta er smá kaldhæðni hjá honum og vill hann meina að ný kynslóð hafi ekki sömu sýn á húsgögnin sín og að það sé jákvæð þróun. Mottan er í persneskum stíl með áberandi áletrun og kemur í mjög takmörkuðu upplagi.
Mottan er hluti af ART EVENT línunni hjá IKEA sem samanstendur af átta mottum eftir átta listamenn en mottan frá Abloh virðist stela athyglinni, allavega minni.
Ég spurðist fyrir um málið hjá IKEA á Íslandi og það eru víst örfáar mottur væntanlegar til Íslands – fyrstur kemur fyrstur fær. Þar fékk ég einnig að heyra að það er væntanleg heil lína í samstarfi við Virgil Abloh sem mun lenda í nóvember. Línan ber nafnið MARKERAD og samanstendur af 17 vörum, allt frá rúmi til innkaupapoka.
Ég bíð spennt eftir MARKERAD !
(Mér þykir það leiðinlegt en finnst ég tilneydd til að taka fram að þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt – bara efni sem verkur áhuga minn og ég vildi deila áfram)
Förum með þessar skemmtilegu fréttir inn í helgina sem virðist vera að gefa okkur vor í hjartað, líka á Íslandi miðað við hvað Instagram segir mér.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg