fbpx

CONSCIOUS EXCLUSIVE MORGUNVERÐUR

DRESSLÍFIÐ

H&M á Íslandi bauð til morgunverðar í Reykjavík til að kynna hina vinsælu fatalínu CONSCIOUS EXCLUSIVE sem fer í sölu seinna í mánuðinum. Þetta er í áttunda sinn sem línan fer í sölu en flíkurnar eru allar hannaðar úr endurvinnanlegum efnum og í ár kynna þau tvö ný efni, appelsínu börk og ananas (!) Magnað og eiginlega ótrúleg staðreynd að við séum komin þetta langt í sjálfbæra ferlinu. Fleiri lífrænt ræktuð efni í línunni eru hör, bómull og silki og endurunnið pólýester svo dæmi séu tekin.

H&M ætlar sér stóra hluti í þessum málum og framtíðarsýn og stefna fyrirtækisins er sú að CONSCIOUS fatalínan sé einungis byrjunin á því að færa flíkur verslunarinnar hægt og rólega yfir í sjálfbærar lausnir. Árið 2030 stefna þau síðan á að allar H&M vörur verði sjálfbærar. Ég hlakka til að fá að fylgjast með á hliðarlínunni.

Í jakka úr ananas leðri og kjól úr endurvinnanlegu gleri – geggjað!


Ég verð að hrósa Yasmin Olsen fyrir dýrindis morgunverðarhlaðborð. Sænsk súkkulaðikaka með indversku ívafi var í uppáhaldi undiritaðrar – fæ vatn í munninn við að hugsa til baka.

 

Takk H&M fyrir að leyfa mér að heimsækja sænska sendiráðið í fyrsta sinn. Sænska hjartanu mínu fannst það gaman. Sjáið meira í story hjá mér: HÉR

Línan fer í sölu 11.apríl.

Áfram sjálfbærni.

xx,-EG-.

10 ÁRA MAMMA

Skrifa Innlegg