fbpx

LÍFIÐ: AARHUS C

LÍFIÐ

Ég átti svo góðar stundir á rölti með liðinu mínu um Aarhus sem nú hefur lifnað aftur við eftir erfiðar vikur.  Það að setjast á  kaffihús telst til tíðinda þegar maður hefur  þurft að pása slíkt í 10 vikur  (!)  ..

Ég spurði á Instagram: Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? Og sagði svo að það væri nákvæmlega þetta. Að vera til. Setjast í gott sæti með gott kaffi og fylgjast með mannlífinu. Ég fæ innblástur frá allskonar fólki, Instagram er ekki nóg fyrir mig heldur vil ég líka sjá gamla fólkið, öll börnin, skapgerðirnar og minna mig á fegurðina í því hvað við erum öll ólík en samt falleg, hver á sinn hátt. Ég kunni sérstaklega vel að meta upplifunina að þessu sinni.

iloveyou


Latínska hverfið er uppáhalds.


Mæli með La Cabra Coffee ef þið eruð á röltinu á þessum slóðum. Kardemommu snúð með kaffinu – nammi.
Mæli með að kaupa súrdeigsbrauð til að og taka með heim í frystinn.

Ég fékk margar spurningar um skóna mína. Gunni gaf mér þá í afmælisgjöf og þeir eru frá Acne.

Vintage grams með Ölbunni minni.

Merki-legt.

Aarhus C.

Allt í blóma hér.

Hæ sæti.
Ef ég ætti hund þá væri hann alltaf með tóbaksklút.

Paustian fegurð.

Pabbastelpa.


Blóm í fallegri leðurtösku var afmælisgjöf dagsins fyrir vin.

Já það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið góður dagur.

Takk fyrir okkur Aarhus. Always að pleasure en eitthvað sérstaklega næs núna.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PERLUR ÍSLANDS

Skrifa Innlegg