fbpx

PERLUR ÍSLANDS

LÍFIÐ

Vísir tók mig á tal þar sem ég var beðin um að fara yfir mína uppáhalds staði á Íslandi. Ég verð að viðurkenna að ég átti mjög erfitt með að velja á milli staða og fór svolítið út um allt í svörum, alveg óvart  … En svona erum við bara heppin með perlur þessa lands og það er gott að minna sig á þær þegar sumarplönin verða ferðalög innanlands. Ég hlakka til –

Geysir góði

Gamla laugin


Við erum svo stoltir Íslendingar hér með alla Svíana okkar í Bláa Lóninu daginn eftir brúðkaupið okkar 2018.

Þjóðvegurinn, fjöllin, lækirnir og orkan sem umlykur landið er engu öðru líkt. Það er svo frábært  við Ísland er sú staðreynd að þú þarft ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna þessar perlur – hvort sem það eru Þingvellir eða Kjósin mín góða sem ég elska svo heitt.

Kjósin: 40 mín út fyrir borgina

Bíltúr á Þingvelli sem endar á ION – toppurinn! 

Ef ég á að mæla með fullkomnu fríi fyrir mitt leiti þá mæli ég með því að hóa í góða vini og finna svo sumarbústað, þennan týpiska íslenska sumarbústað, til að njóta í nokkra daga.

Íslenskur sumarbústaður með góðum vinum og engu plani er hápunktur ársins í sumarheimsóknum okkar til landsins.  Tengdafjölskyldan mín á bústað í Fnjóskadal og við höfum verið svo lánsöm að fá að fara þangað árlega með okkar góða gengi undanfarin ár. Maðurinn minn er fæddur á Akureyri og ég á fjölskyldu þar líka svo við náum oftast að slá nokkrar flugur í einu höggi. Njóta í kyrrðinni en líka hitta dýrmæta fólkið okkar.

Á leiðinni mæli ég með stoppi á nokkrum stöðum – sjáið hvar með því að SMELLA HÉR  og lesa viðtalið í heild sinni á Vísi.is


Íslenskur sumarbústaður með fólkinu sínu … ekkert í heiminum betra að mati undiritaðrar:

Góða ferð góða ferð góða ferð ..

MEIRA HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ NAOMI CAMPBELL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1