Við áttum ljúfan fjölskyldudag í gær .. útivera í fallegu köldu veðri og mikið át að hætti frakkanna á franskasta og uppáhalds staðnum okkar í Nantes – Le Select.
via @steinnjonsson á Instagram
Mér fannst svolítið fyndið að ég gæti í alvöru keypt drulluskítugan fataskáp/innréttingu á litlum markaði sem að staðsettur er í miðbænum alla daga. Ég hef séð margt mjög skrítið í sölu á þessum markaði en ég trúi því ekki að einhver kaupi þetta heim til sín. En hvað veit ég.
Jólamarkaðurinn er opnaður og það þýðir að jólin eru handan við hornið. Á to do lista næstu viku er að klára að kaupa þær fáu jólagjafir sem að ég á eftir og í framhaldinu njóta þess að rölta í notalegheitum á milli jólabásanna í jólastemningunni. Ég er spennt.
Húfa: CheapMonday
Rúllukragapeysa: WeekDay/Gömul af Gunna
Leðurjakki: Lindex
Buxur: Cubus
Skór: DinSko
.. sænskt dress eins og stundum áður.
Pís. Vonandi áttuði góða helgi.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg