fbpx

LAUGARDAGSLÚKK: BÆ ÍSLAND

DRESSLÍFIÐ

Ég kvaddi Ísland í gærmorgun, með viðkomu á Norðurbakkanum hjá Andreu. Við vorum báðar búnar að vinna yfir okkur alla vikuna á undan og það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð vinkonunni út úr húsi fyrir klukkan 9 í  desembertörn, þegar hún átti að vera í fríi !  … Sorry A. Þetta var bara eina stundin sem ég átti lausa áður en ég þurfti að vera mætt upp á völl. Held að þetta gæti orðið ágæt hefð, að koma þarna við á leiðinni til Keflavíkur. Náði meira að segja að knúsa Svönu líka – tvær góðar hafnfirskar flugur í einu höggi.

Leðurskyrtur er trend sem er mjög mikið inn á Íslandi í dag enda þægindin uppmáluð og ég tek sjálf virkan þátt í að klæðast þeim. Ég mætti í einni sem ég hef ofnotað, í svörtu, en fór út í þessari brúnu sem ég fann á slánum. Skyrtan er frá merkinu Soft Rebels sem hefur fengist hjá Andreu um þónokkuð skeið.

Spöng: Vero Moda, Skyrta: Soft Rebels, Buxur: AndreA (ofnotaðar), Skór: Shoe Biz/Kaupfélagið, Taska: Fendi, 

Það var auðvitað allt of kallt til að vera bara klædd í þessa skyrtu og ég bið ykkur um að leika það ekki eftir heima ;)
Það var bara farið út til að ná þessari mynd.

Annars á ég ekki orð yfir fegurð landsins okkar sem ég kvaddi með trega þegar þetta  var útsýnið úr flugvélinni um hádegisleitið í gær … Það er ekki  svona fallegt, og  jólalegt í Danmörku hjá mér núna, það get ég sagt ykkur.

Takk fyrir mig í bili.  Þetta var mín eina desemberheimsókn þetta árið, við ætlum nefnilega að elta sólina um jólin, það verður óhefðbundið, en næs.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AÐVENTUGJÖF 3: JÓLAKJÓLL FRÁ HILDI YEOMAN

Skrifa Innlegg