fbpx

NORÐURBAKKINN/ ANDREAXOROBLU

AndreASAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA & Oroblu

Myndataka fyrir AndreA & Oroblu.
Það getur verið heilmikið bras að skipuleggja eina myndatöku,  það þarf allt að ganga upp og allir þurfa að geta mætt á sama tíma.  Oft klikkar eitthvað og það erfiðasta er að stóla á veðrið ef við ætlum að taka myndirnar úti.  Þennan dag gekk allt upp og veðrið lék við okkur, nánast eins og það væri ennþá sumar.
Það var mæting í “AndreA” á Norðurbakka í Hafnarfirði, þar var hár & förðun en svo var ferðinni heitið til Reykjavíkur þar sem okkur langaði að mynda, en við enduðum óvænt á því að taka allar myndirnar fyrir utan eða í kringum búðina.  Magnað hvað það eru mörg sjónarhorn eða staðir sem við mynduðum á sem ég hafði ekki pælt mikið í fyrir þennan dag.  Stundum er fegurðin allt í kringum mann en maður tekur ekki eftir því eða er orðin of vanur umhverfinu og sér það ekki með sömu augum og aðrir sem koma sjaldnar eins og Aldís & Erna Hrund í þessu tilviki.  Ég var ekki jafn mikið á því að mynda þarna fyrir utan búðina en hafði heldur betur rangt fyrir mér & er búin að skipta um skoðun.
Mikið er Norðurbakkinn fallegur þar sem gamalt mætir nýju alveg við höfnina, elska þennan stað.

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir 
Módel: Sigga Elefsen & Erna Hrund
Hár: Ingunn Sig 
Förðun: Heiður Ósk með NYX professional makeup.
Fatnaður & fylgihlutir: AndreA
Sokkabuxur & sokkar: Oroblu


Tökudagar eru yfirleitt frekar langir, við byrjum kl 09:00 og erum að klára fyrir kvöldmat.  Það fer mikill tími í hár og förðun, það þarf að græja neglur, gufa fötin, finna “location” vera með réttar græjur og lýsingu, skipta um föt, laga förðun, borða og hlæja mikið.  Oftast eru þessir dagar fullir af gleði og almennt bara mjög skemmtilegir.  Þreyttar förum við heim í lok dags, allar búnar í vinnunni eða með myndatökuna nema Aldís hún á eftir að fara á skrifstofuna, velja úr þúsundum mynda og vinna þær.
Svo skrollum við framhjá á Instagram eins og vindurinn, gerum okkur sennilega ekki grein fyrir því hvað liggur að baki hverrar myndar en myndir eru mitt uppáhald ekki endilega bara núna, heldur finnst mér svo gaman að eiga þær seinna í lífinu og eiga mómentin … “mannstu þegar við gerðum þetta”?  en við Aldís erum búnar að safna vel í þann banka og stefnum á að halda sýningu einhverntímann í lífinu, jafnel bara á elló :)
Hér eru nokkrar úr símanum mínum, svona bak við tjöldin sem ég læt fylgja með.

 

Sjáumst á Norðurbakkanum 
xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

 

AÐVENTUDAGATAL NOLA

Skrifa Innlegg