fbpx

AÐVENTUDAGATAL NOLA

BEAUTYSAMSTARF

*Dagatalið fékk að gjöf frá Nola

 

1. Desember.  Loksins fyrsti í aðventu og það má opna glugga eitt á dagatalinu.
VÁ !   Ég hef aldrei séð jafn mikið af fallegum, vel hönnuðum og flottum dagatölum eins og í ár.   Mig hefur ekki langað í dagatal sjálfri síðan ég var lítil stelpa en núna er ég búin að fá mér tvö og hálft :)   Með hálft á ég við Ísabellu dagatal, en hún fékk sér Essie dagatalið annað árið í röð sem við notum svo saman :)

Í raun er hægt að kíkja í pakkann, eða sjá innihaldið áður en maður velur dagatal en flest dagatölin eiga það sameiginlegt að vera vegleg og maður fær mikið peninginn.

NOLA  
Hversu fallegt er dagatalið frá Nola ? Íslenskar eldklárar konur gerðu þetta dagatal frá A-Z.
Í Nola bleikum lit með gylltri teikningu eftir Rakel Tomas listakonu framan á, svo ótrúlega fallegt.
Karin snillingur, eigandi Nola gerði dagatalið ásamt Bryndísi samstarfskonu sinni .  Þær stöllur völdu vandlega vörur inn í dagatalið fyrir hvern dag.  Á föstudegi má búast við augnhárum fyrir jólahlaðborðið og dekur leynist á réttum stöðum /dögum.   Þessar stelpur vita svo sannarlega hvað þær eru að gera og ég treysti því að það verður skemmtilegra að vakna á morgnanna fram að jólum.

Mér finnst þetta dagatal svo ótrúlega fallegt hjá Nola en ferlið hjá þeim byrjaði í apríl  ,,, þegar enginn annar var farinn að hugsa um jólin 2019 eða hvað ?

Hvað leynist í dagatalinu ? Það verður spennandi að vakna á hverjum morgni við lítinn glaðning.

 

Nú er maður bara eins og litlu börnin getur ekki beðið eftir því að opna :)
Ég ætla að hemja mig og opna hvern dag fyrir sig með morgunbollanum … lofa <3

Gleðilega aðventu
Andrea

Instagram @andreamagnus

 

http://https://www.instagram.com/p/B5EFQHyANrS/

DRAUMA SÓDAVATNSTÆKI

Skrifa Innlegg