fbpx

ÍSLENSK ÚLPA ÚR ENDURUNNUM PLASTFLÖSKUM

ÍSLENSK HÖNNUNLANGARSAMSTARFSHOP

Beige er best? Það er allavega litur haustsins nú sem áður …

Munið þið þegar ég heimsótti sýningarherbergi 66°Norður í Kaupmannahöfn í janúar? Já, það er vissulega langt síðan og margt búið að gerast síðan þá. Nú eru þessar flíkur loksins að detta í sölu í verslunum og ég er sérstaklega skotin í nokkrum þeirra.

Í Århus finnið þið 66°Norður í versluninni STOY. Íslendingurinn í mér var voða stolt af því að sjá íslensku vetrarflíkurnar hangandi meðal vel valinna merkja í dönsku tískuvöruversluninni. Mæli með að gera sér ferð þangað þegar þið eigið næst leið hjá.

Mig langar að segja ykkur aðeins meira frá einni flík úr haustlínunni, úlpunni sem ber nafnið Dyngja. Sú sama og þið sjáið efst í færslunni og fann ég hana einnig á slánum í STOY. Sjóklæðagerðin hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni í sinni vinnu undanfarið og hluti af þeirri stefnu er efnisval í flíkum. Dyngja er búin til úr endurunnu pólýester sem er unnið úr notuðum PET plastflöskum. Úlpan gefur því flöskum nýtt líf og setur þær í hringrás í nátturunni í stað þess að þær endi t.d. í landfyllingu.

Ójá! Svona elskum við …. !!
Meira: HÉR

 

Áfram Ísland!

xx-EG-.

@elgunnars á Instagram

HVAR KAUPI ÉG ANDLITSGRÍMUR? HÉR FÁUM VIÐ KAUPHUGMYNDIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    24. October 2020

    elska STOY! xxxxxx

    • Elísabet Gunnars

      13. November 2020

      Svooo fallegt allt.