Við höfum sjaldan verið eins miklir innipúkar og síðustu vikur. Tíska varð allt í einu óþörf að einhverju leiti og maður finnur að kósý gallinn togar í mann flesta daga. Hér í Danmörku er þjónusta enn í lágmarki og breytinga að vænta síðar í maí – skólar og leikskólar eru þó byrjaðir með takmörkunum og við þökkum fyrir smá rútínulíf á ný.
Netverslun á Íslandi hefur sótt í sig veðrið á þessum tímum og ég hef verið dugleg að minna á þær. Nýlega opnaði verslunin Noomi.is sem selur vörur frá sænsku versluninni Gina Tricot sem var alltaf í uppáhaldi hjá mér þegar ég bjó í Svíþjóð. Það er því frábært að Íslendingar geti nú auðveldlega nálgast vörurnar sem eru á svo fínu verði. Innipúkarnir á myndinni fóru út í kósýgallanum sem er úr MINI línunni frá þeim.
Skoðið línuna í heild sinni HÉR
Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég klæðist fatnaði í stíl við bæði börnin mín og mér fannst það jafn spennandi og þeim. MINI línan hefur hitt í mark í Svíþjóð og ég hef fylgst með voða skvísu mömmum klæðast fatnaði þaðan. Við völdum okkur ekki endilega mestu skvísuklæðin heldur frekar föt í anda ástandsins, föt sem við sjáum þó fyrir okkur að stílisera upp og niður. Ég fékk virkilega góð viðbrögð þegar þetta fór inn á Instagram og ég set linkinn HÉR þar sem þið finnið LOVE peysuna á 40% afslætti þessa dagana (!) , verðið er 2.994,- , barna buxurnar finnið þið HÉR en fullorðins eru uppseldar en væntanlegar aftur.
Ást er allt sem þarf …
Ég elska þessa gemlinga mest í heimi.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg