fbpx

IGLO+INDI NÆSTA SUMAR

INSPIRATIONÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Jibbý !! Ég hef sjaldan verið jafn spennt fyrir herferð hjá vinum mínum í Iglo+Indi. Í SS17 myndaþættinum má finna Ölbu meðal annarra yndislegra barna sem tóku þátt að þessu sinni. Myndirnar hafa hvergi verið birtar á Íslandi og því þykir mér frábært að fá tækifæri til að deila þeim með ykkur hér á blogginu.

Eins og áður halda þau lífleika í hönnun sinni sem endurspeglast í myndaþættinum. Litarvalið er einstaklega fallegt næsta sumar, pastel litir fara börnum svo vel eins og sést á myndunum. Það besta við myndatökurnar er að þær snúast um að börnin skemmti sér og ljósmyndarinn fangar stemninguna vel.
Ég er strax komin með nokkra hluti á minn óskalista.

Myndirnar eru æðislegar, ég hvet ykkur til að smella á þá fyrstu og fletta þannig í gegn…

 

Ljósmyndari: Søs Uldall-Ekman
Stílisti: Erna Bergmann
Hár: Theódóra Mjöll
Aðstoð: Sandra Vilborg Jónsdóttir

//

I love the new lookbook from one of my favorite children brands – Iglo+Indi.
The lookbook is for next summer and my little Alba participated this time. The photos capture the atmosphere on the set, the children are having fun in the sun!
I already have some items on my wishlist…

 xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

VELKOMIN Á KLAKANN

Skrifa Innlegg