fbpx

Í GÆR

LÍFIÐ

Lífið í franska. Í gær.

image 3image 2

Ég sá fyrir mér notalega stund einsömul á röltinu um bæinn í gærmorgun. Mér varð þó alls ekki skemmt því það byrjaði að rigna þá mínútu sem að ég labbaði inn á göngugötuna. Og þegar ég segi rigna – þá á ég við úrhellir! Ég var heppin að klæðast góðri yfirhöfn. Vaxkápu sem að ég keypti mér í 30stiga hita í sumar, frá Hunter.
Það var þó ekki nóg því ég skottaðist á milli húsþaka þangað til að ég fann verslun með regnhlíf mér til bjargar.  Sem að ég fann.

Svo hitti ég þessa:

photo

Við fjölskyldan erum beyglusjúk. Og heimsækjum uppáhalds beyglustaðinn okkar mjög reglulega. Alba er mjög heimavön.

photo 3photo 2photo 1

Það borgar sig að vera við öllu búinn. En rigninginn ákvað að hætta um leið og við tókum myndina. Þeirri yngri fannst það mjög fyndið.

photo

Fallegt fólk í fallegum haustlitum.

image

Dýrmætt að eiga fjölskyldustundir á frídögum. Það dýrmætasta.

xx,-EG-.

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR

Skrifa Innlegg