Ég kem reglulega inná þennan mikilvægasta þátt í minni rútínu – HREYFING. Lítil hreyfing er svo miklu betri en engin hreyfing, þessi verðmæti hálftími sem nærir líkama og sál.
Margir fara í átak í hreyfingu og lífstíl í byrjun árs og nú er kannski komið að þeim tímapunkti þar sem fólk þarf auka pepp til að halda út. Eitt atriði sem er mjög gott pepp fyrir aukinni hreyfingu eru ný ræktarföt. Þess vegna langar mig að gleðja góða lesendum í samstarfi við H Verslun.
Fjórða árið í röð er ég, ásamt H Verslun, að gefa Instagram fylgjendum nýtt æfingardress frá toppi til táar. Gleður mig alltaf jafn mikið að gleðja ykkur með slíkum lúxus.
Hér að neðan hef ég tekið saman kauphugmyndir frá toppi til táar og enn neðar finnið myndir og link á leikinn, sem fer fram á Instagarm eins og áður.
Nike yoga toppur: Ég vel breiða hlýra í yoga, þessi lúkkar svo vel og kemur í nokkrum litum. Fæst: HÉR
Derhúfa: Létt og góð. Fæst: HÉR
Svitaband: Ég hef keypt í mörg ár fyrir Manuel en mamman stelur svo stundum og notar í ræktinni, mæli með. Fæst: HÉR
Langermabolur: Beige, litur sem ég elska. Fæst: HÉR
Hlaupaskór: Þessir eru frábærir í íslenska slabbið efnið er vatnsvarið og með STORM-TREAD sóla sem er sérhannaður fyrir bleytu og hálku þar sem munnstrið undir skónum er sérhannað fyrir erfiðar aðstæður eins og hálku og snjó. Fást: HÉR
SuperRep Go æfingaskór: Sameinar þægilega „foam“ dempun, sveigjanleika og stöðuleika í einum skó. Hannaður fyrir allar alhliðaæfingar eins og stöðvaþjálfun, HIT þjálfun, bootcamp eða tækjasalinn. Fást: HÉR
Logo stuttermabolur: Basic er best. Fyrir hann og fyrir hana. Fæst: HÉR
Æfingabuxur: Grænt er gott, þessar buxur kalla á vorið og ég er svo tilbúin. Fást: HÉR
Sokkar: Það er eitthvað sérstakt við hvíta sokka, Fást: HÉR
Mín uppáhalds hreyfing er útihlaup en nokkrar rauðar og gular viðvaranir hafa orðið til þess að ég hef meira stundað interval hlaup inni. Eins hef ég fundið mér góða hópatíma sem ég finn að henta mér. Heitu salirnir hafa bjargað nokkrum erfiðum íslenskum vetrardögum og þar eru Yoga og Barre eru mínar uppáhalds æfingar – henta svo vel á móti hlaupunum.
Svo er það alltaf gamla góða áminningin: Smá hreyfing er betra en engin hreyfing. Að gamni deili ég einu auðveldu og stuttu intervali meðhliða fyrir áhugasama, æfing sem tekur á en tekur þó aðeins um 30 mínútur að stunda. Prufið endilega við tækifæri –
Upphitun: 7-10 mín létt skokk áður en hafist er handa.
4x45sek – 15sek af á milli
5x40sek – 20sek af á milli
8x30sek – 30sek af á milli
Hækkum alltaf um 0,3 á í hverri hvíld
Derhúfa: HÉR, Toppur: HÉR, Buxur: HÉR, Sokkar: HÉR
Namaste.
Uppáhalds hlaupapeysa undirritaðrar.
TAKIÐ ÞÁTT HÉR AÐ NEÐAN
Megi heppnin vera með þér.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg