fbpx

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐ

Góðan daginn frá Gili Air <3 þetta hefur verið útsýnið með morgunmatnum síðustu daga.

Ég var svo óheppin að gleyma hleðslutækinu af tölvunni á hótelinu sem við gistum á í UBUD. Eða heppin? Einhverjir hafa verið að gera grín að mér að það væri bara gott á mig – nú þyrfti ég að taka smá pásu frá Trendnet. En hver gerir það! Ég vil alltaf vera virk á blogginu og aldrei taka pásur þó ég bloggi vissulega minna þegar ég er í fríi. Ég dó ekki ráðalaus og blikkaði ástralska stelpu sem ég spottaði með Apple tölvu á litlu kaffihúsi í gær. Heppnin var með mér því hún var öll að vilja gerð að vilja lána mér hleðslutækið sitt. Hér sit ég því með 96% batterí og skrifa þennan bloggpóst og svara e-mailum sem hafa hlaðist upp. Það er reyndar mjög lélegt net hérna á Gili eyjum en það virkar, með þolinmæði, að pósta smá kveðju.

Elska þetta dress frá Samsoe Samsoe sem Gunni keypti sér fyrr í sumar. Gleraugun eru frá Han / Húrra Reykjavik.

 

Við höfum það reyndar það gott á Gili Air að við ákváðum að franlengja dvölina hér um tvær nætur og vera frekar styttri stund á næsta stað. Gili Air er mesti draumur sem ég hef heimsótt – þetta er 100% réttur staður að velja sér ef maður þarf að fylla á tankinn. Hér kemst maður ekki upp með annað en afslöppun.

//

 

Hello from Gili Air. The island is a dream – the most relaxed environment I have been to. No cars, bad internet, no TV and almost no party. So I really recommend this place to recharge you batteries. We decided to prolong our stay here by 2 nights because we love it and will therefore stay shorter in Sanur instead.

Fylgist betur með mér HÉR á Instagram.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Anna

    4. July 2018

    Borgið þið sjálf fyrir ferðina eða er hún samstarf? Finnst mikilvægt að ég sem lesandi viti hvort þú sért að fá borgað fyrir það sem þú skrifar um eða ekki.

    • Elísabet Gunnars

      4. July 2018

      Borgum sjálf fyrir ferðina. Ég myndi alltaf taka það fram ef svona ferð væri spons eða ef eg fengi borgað fyrir að skrifa um hluti, sem eg hef aldrei gert síðustu 9 árin.

      Hlýjar kveðjur xx vonandi fylgist þú áfram með ❤️

      Það er hægt að koma því að hér að ferðin var skipulögð af ferðaskriftofunni Farvel sem gaf afslátt af þjónustugjöldum – ferð og gisting er öll greidd af okkur.

      • Anna

        10. July 2018

        Takk fyrir svarið. Hefði samt kunnað að meta ef þetta hefði fylgt blogg- og instagramfærslunum. Ég sem lesandi ber meira traust og virðingu til þeirra áhrifavalda sem taka allt svona fram, líka þegar þau borga sjálf.

        En ég hef lesið bloggið þitt frá byrjun og mun ekki hætta því enda hef ég gaman af að fylgjast með þér. Finnst þú hafa skemmtilegan stíl og áhugavert auga fyrir tísku sem er óvanalegt á litla Íslandi.

        En verð að viðurkenna að mér finnst ekki jafn gaman og áður að lesa hér á trendnet. Finnst þetta vera farið að verða minna blogg og meira eins og best of instagram eða pinterest, bara endalausar myndafærlsur “ég læt myndirnar tala”. Nú eða vörur frá hinum ýmsu vefverslunum (óskalistar, innblástur, gjafatips osfrv.) Svo er sjaldan tekið fram hvort um sé að ræða samstarf/keypta færslu/gjöf. Ég sakna Ernu Hrundar sem bæði skrifaði bloggfærslur og tók alltaf fram hvaðan hún fékk vörurnar sem hún nefndi.

        En geri fastlega ráð fyrir því að þetta verði ekki birt þar sem um gagnrýni er að ræða. En eins og ég tók fram áðan þá hef ég fylgt vefnum frá því að þú varst ein að blogga og selja föt frá Svíþjóð og finnst aðallega bara leiðinlegt hvernig þetta er orðið þar sem ég hef lengi verið aðdáandi þessa vefs.

        xxx