fbpx

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐ

English Version Below

Það er alltaf jafn skrítin tilfinning að vakna á þessum degi ársins. Í nótt breyttist klukkan og við “töpuðum” því einni stund hér hinu megin við hafið. Það var farið ansi snemma á fætur þennan sunnudaginn og mamman því örlítið þreyttari en gengur og gerist. Við gerum að sjálfsögðu bara gott úr því eins og öðru.

Þegar ég sit hér við eldhúsborðið og horfði á umhverfið þá rek ég augun í klukkuna á veggnum fyrir framan mig, ég þarf að standa upp og stilla hana rétt. En er ekki líka tilvalið að segja ykkur frá henni í leiðinni?

Þetta er semsagt Georg Jensen klukka sem hefur verið á óskalistanum lengi en ég gat aldrei valið hvort mig langaði í eina stóra eða nokkrar litlar. Ég fór fram og aftur með pælinguna en er í dag sátt með þá ákvörðun sem var tekin. Mikið var ég því glöð þegar síðbúin afmælisgjöf birtist hér í fallegum gjafapakka frá Kaupmannahöfn á dögunum. Ég birti mynd af pakkanum óopnuðum á Instagram Stories fyrir nokkrum vikum síðan og voru margir forvitnir að heyra hvað leyndist í honum…

IMG_8021

Þið sem eruð hérna megin við hafið, munið að stilla klukkurnar rétt. Ég er búin að bíða eftir þessum degi frá því það fór að myrkva fyrir nokkrum vikum. Skil ekkert í því að þetta sé ekki líka raunin á Íslandi.

IMG_8023

Ég valdi klassíska hvíta og silfurlitaða en þær fást í mörgum litum.

Þetta er útsýnið í augnablikinu –

IMG_8020

Við erum að lesa nýja bók yfir morgunmatnum. Ég er gjörsamlega heilluð af Rúnari góða, nýrri barnabók sem er falleg á svo margan hátt. Alba hélst spennt við efniið frá fyrstu blaðsíðu – gefandi og glaðleg út í gegn. Til hamingju flottu höfundar – Hanna Borg Jónsdóttir og Heiðdís Helgadóttir.

IMG_8024

Eigið góðan dag. Minn verður langur ….

xx,-EG-.

//
This day of the year – when the time changes and we “loose” one hour of sleep. The tired moms will need one extra cup of coffee today.
It’s a good reminder to tell you about my new clock from Georg Jensen. It has been on my wishlist for a long time and I got it as a late birthday present from my parents. I have the classic silver and white – basic is always best.

So above you can see my morning view and the new time on the wall – remember to change yours!

We used the morning to read new Icleandic children book with my daughter Alba. We really love it – it is about the good Runar. The book is about childrens rights in the world and the writer, Hanna Borg Jonsdottir, makes this important subject intresting for the kids. I hope the book will be published in English so that more children can read it.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    30. October 2016

    Æðislega flott klukkan! Og mikið sem mig hlakkar til að kíkja á Rúnar góða, hún er klárlega komin á óskalistann (hmm hans Bjarts) haha:)

  2. Anna

    30. October 2016

    Klukkan var samt flutt aftur um einn tíma þannig að þú græddir einn tíma! Það er er á vorin sem klukkan er færð aftur og þá tapar maður einum klukkutíma ;)

    • Elísabet Gunnars

      31. October 2016

      Hahaha – ég hef verið eitthvað þreytt að skrifa póstinn. Sonur minn vaknaði klukkan 6 þennan morguninn og mér fannst það heldur snemmt.

  3. .

    31. October 2016

    Er séns að þú getur einhvern tíman gert færslu um alla staðina í útlöndum sem þú hefur búið á og kostir og gallir við það

    • Elísabet Gunnars

      1. November 2016

      Ég get reynt að koma því að einhvertíman en annars máttu senda mér mail á eg@trendnet.is ef það eru einhverjar pælingar í gangi að flytja út?