“Jess! Það er mánudagur .. “
.. Er það ekki þannig sem er best að fara inn í nýja vinnuviku eftir (ljúfa) helgi.
Ég get allavega ekki kvartað yfir vinnuumhverfi dagsins. Það er kannski tips til að deila með fleirum.
Hér sit ég í frönsku fallegu útsýni (þó í Þýskalandi) á sjarmerandi kaffihúsi sem ég heimsæki reglulega í belgíska hverfinu í Köln. Fyrir skólafólk og aðra sem hafa tök á að “vinna heima” mæli ég með að breyta reglulega um umhverfi. Í dag varð til dæmis erfiður mánudagsmorgun að mun huggulegri kaffistund sem þó var vel nýtt í ókláruð verkefni. Mæli með …
Kaffihús: Miss Päpki
Ég komst að því í dag að mánudagar á haustdögum eru betri en á sumardögum. Þegar maður byrjar að mæta aftur í sín horn hér og þar um bæinn með þessa gráu vinkonu í fanginu. Auka félagskapur dagsins skemmir alls ekki fyrir …
Góðar stundir!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg