fbpx

GLEÐILEGT SUMAR

BEAUTYLÍFIÐ

Hér í sænska er venjulegur vinnudagur í dag, á aukafrídegi ykkar á Íslandi. Ég sit með betri helmingnum við tölvuna og bæti upp vinnutap sem varð í sólahrings ferð minni til Oslo fyrr í vikunni.

Þegar ég las nýjar færslur á Trendnet í morgun þá rakst ég á sjálfa mig á forsíðunni, eins fékk ég send snöpp frá Miðnæturopnun Kringlunnar í gær þar sem sama auglýsing blasti við fólki fyrir framan Lyfju … aldeilis ;)

Mér finnst því tilvalið að senda smá sumarkveðju yfir hafið með því að minna ykkur á mikilægi Max Factor herferðarinnar sem stendur yfir í sumar – fögnum styrkleikum okkar með því að draga þá fram með förðunarvörum, í stað þess að fela veikleika okkar – svo góður punktur að taka inn. Meira: HÉR og HÉR

Skyrtan er frá Lindex og hálsmenið frá Hildi Yeoman ..

Hér í sænska hoppuðum við yfir vorið sem var mjög kalt hjá okkur í ár, og fórum strax yfir í sumarið. Ég mun drekka síðdegisbollan með börnunum mínum úti á palli í dag og senda sólargeislana yfir hafið til ykkar. Njótið dagsins kæru lesendur … og gleðilegt sumar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

H&M HÁDEGISVERÐUR - Conscious Exclusive

Skrifa Innlegg