fbpx

GLEÐILEG JÓL

LÍFIÐ

Góðan daginn Ísland og gleðileg jól …

Eftir annasaman desembermánuð fögnuðum við Aðfangadegi með stórfjölskyldunni. Jólin eru svo yndislegur tími! Eftir að hafa eytt þeim síðustu ár á heimili okkar í útlöndum þá gleður það okkur og börnin mín svo mikið að fá að eyða þeim með öllum ömmunum og öfunum og ríkidæminu sem við eigum hér á Íslandi í ár. Ég vona að þið séuð líka að njóta lífsins með fólkinu sem ykkur er kært.

Jii hvað var skemmtilegt að sjá svona margar stelpur á Instagram í jólakjólum úr færslunni sem ég birti nokkrum dögum fyrir jól, HÉR, það sýnir mér að kauphugmyndirnar sem ég tek saman á blogginu séu vel metnar af ykkur sem fylgist með, yndis.

Ég klæddist sjálf rauðum jólakjól frá Lindex sem var einn af nokkrum í færslunni en því miður tók ég svo fáar myndir í amstri kvöldsins. Hér sést djúpi rauði liturinn samt nokkuð vel …

Gunni græjaði litla Gucci gjöf – kortaveski með þremur heimatilbúnum kortum í. Eitt innihélt “10 x fótanudd”, annað innihélt “hjól” sem mig hefur virkilega vantað og ætlaði að kaupa mér sjálf og þriðja “nýja strigaskó” sem eru víst á leiðinni heim til DK þegar þetta er skrifað. Ég elska persónulegar gjafir og það að fótanuddkortið (ásamt fótanuddkremi) vinni litla Gucci veskið segir til um hvað jólin snúast um fyrir mér.

Eitt af plönum dagsins er að fara á stjá og afhenda jólagjafirnar frá Trendnet jólasveininum
Fjórir heppnir lesendur fá veglegar gjafir frá samstarfsaðilum okkar. Mikið hlakka ég til!

Haldið áfram að borða mikið og hvílast vel. Hlýjar hátíðarkveðjur frá mér xxxx

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDAYS ..

Skrifa Innlegg