Vikurnar fljúga áfram þegar mikið er að gera. Fyrr í dag birti ég Aðventugjöf númer 2 á Instagram (elgunnars) aðgangi mínum og þátttakan er strax mikil. Ég var búin að gleyma hvað mér finnst þessi hefð yndisleg í desember – sælla er að gefa en þiggja á svo vel við.
Ég fór í heimsókn í Geysi á Skólavörðustíg með Trendnet story (@trendnetis) þar sem ég mátaði mínar uppáhalds flíkur frá toppi til táar. Ég passaði mig að velja frá mismunandi merkjum en þau eru mörg gæðaklæðin sem þar hanga. Í aðventuinnlegginu setti ég inn þrjú af þessum dressum fyrir fylgjendur að velja úr.
Hér fáiði speglamyndir með upplýsingum um hvaðan flíkurnar eru –
1. Æ þessi kjóll frá Geysi!! Var það fyrsta sem ég var spennt að máta. Litirnir og mynstrið (íslensk áhrif?) svo fullkomin blanda að mínu mati –
2. Drauma samstæðudress frá dönsku Stine Goya –
3. Ég þarf þennan samfesting frá GANNI. Þægindin í fyrirrúmi og auðvelt að klæða upp og niður eftir tilefnum –
4. Íslensk ullarkápa sem allir ættu að óska sér í jólagjöf. Hún er á mínum óskalista.
5. Geysir ullarbuxur sem eru hannaðar í stíl við ullarkjól. Ég ákvað að para þær saman við dásamlegan bol í þetta sinn –
6. GANNI biker leðurjakki, HOPE skyrta og Ganni silkibuxur –
Hvert er ykkar uppáhalds dress? Ég ætla að gefa heppnum lesanda dress á Instagram þar sem ég hvet ykkur til að freysta gæfunnar HÉR.
Verslunin á Skólavörðustíg er líka bara svo dásamleg og hvet ég ykkur til að gera ykkur ferð og skoða og máta áður en þið skrifið bréfið – Kæri Jóli…
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg