fbpx

FÖSTUDAGUR, FÆTUR UPP Í LOFT

SHOP

Það er eitthvað smá plan um helgina sem inniheldur aðalega handboltaleiki og í þetta sinn hjá báðu handboltafólkinu mínu. Fyrst hjá Gunna á morgun og svo hjá Ölbu sem er í tveggja nótta handboltamóti (ofurpeppuð) þegar þetta er skrifað. Ég mun að sjálfsögðu mæta galvösk og hrópa hæst á mitt lið, í alvöru, ég lifi mig mjög inn í leikina.

Eeen núna er föstudagur og það þýðir bara eitt … fætur upp í loft. Það er smá betra í þessum drauma skóm sem mér voru sendir frá Flatterd á dögunum. Það er norska vinkona mín og snillingurinn Nina Sandbeck sem hannaði þá í samstarfi við sænska skómerkið og ég eeelska þá! Hún er algjör skvís og því ekki að undra að samstarslínan sé vel heppnuð. Skoðið betur: HÉR


Flatterd fæst í GK Reykjavík á Hafnartorgi en ég hef fengið þær fréttir að þessi lína komi ekki þangað.

Góða helgi kæru lesendur. Hlýjar kveðjur yfir hafið.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Á ALLRA VÖRUM: GUNNI, VAKNAÐU!

Skrifa Innlegg