fbpx

ELLEN LOFTS FYRIR VIRGIL ABLOH LÍNU IKEA

FASHIONFÓLKFRÉTTIR

Ég hef áður sagt ykkur frá samstarfslínu Virgil Abloh fyrir IKEA , MARKERAD, sem væntanleg er í verslanir í haust, þar á meðal á Íslandi, vúhú. Það ríkir mikil eftirvænting eftir línunni sem við fengum loksins að sjá í vikunni þegar lúkkbúkkið var klárt til birtingar.  Myndirnar voru teknar af hinum vinsæla Rasmus Weng Karlsen og það er hin íslenska (!) Ellen Lofts sem sá um stíliseringu með Sigríði okkar frá Trendnet sem aðstoðarmann. 

Ellen, sem búsett er í Kaupmannahöfn, hefur unnið fyrir stærsu merkin hér úti siðustu árin og rennur tíska og trend í blóði hennar. Mér lá því forvitni á að vita hvernig hún horfir á samstarfslínu sem þessa en líka hvernig og hvar myndatakan fór fram. Heyrið hennar svör hér að neðan –

@ellenlofts

Hvernig myndir þú lýsa samstarfslínunni?
Finnst hún mjög skemmtilegt samsbil af skemmtilegri hugmyndafræði Vigil Abloh og klassískum stíl IKEA. Persónulega finnst mér þetta afar vel heppnað samstarf í alla staði.

Er mikill Abloh fílingur í vörunum að þínu mati?
Já hans hugmyndafræði er mjög ríkjandi og ég veit að hann fékk að ráða ferðinni að miklu leyti í þessu samstarfi, en auðvita hefur hann haft til hliðsjónar hönnunarsögu IKEA sem er sterk blanda af notagildi viðskiptavinarins og ákveðnri skandinaviskri klassík sem er án efa styrkleiki fyrirtækisins. Mér finnst hann hafa tekist vel til og um leið borið mikla virðingu fyrir því í þessu samstarfi. 
 
Hvar voru myndirnar teknar?
Myndinar voru teknar í yfirgefnu vöruhúsi rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Mjög skemmtilegt rými. Hús sem átti að rífa en er núna að fara að fá nýtt líf sem einn flottasti veitingarstaður í borginni. 

Uppáhalds vara? 
Það er klárlega græna mottann og síðan er ég mjög hrifin af speglinum – en langar samt eiginlega í allt :) 

Abloh hafði þetta að segja um samstarfslínuna, Markerad:
“I’m really glad that MARKERAD is now ready to meet with people and I look forward to see how these everyday objects will enter people’s homes and hopefully add an emotional value to them,” Abloh said in a statement. ”Because that has been the ethos of the whole collection. In the same way you might hang a piece of art work on your wall, art can bleed into objects like a chair, table or rug. That was my initial problem to solve when creating this collection together with IKEA.”
 


Eigið þið ykkar uppáhalds vöru í línunni? Ég hugsa að ég muni gera mér ferð í IKEA 1.nóvember, finnst þetta virkilega vel heppnað samstarf hjá þessum einstaklega ólíku aðilum, IKEA og ameríska listamannsins. 
Vogue birti myndirnar HÉR 
en við getum fundið fréttir af samstarfinu víða á veraldsvefnum þessa dagana.
Ljósmyndarinn er Rasmus Weng Karlssen 
Model : Max  & Sophie frá Scoopmodels
Stílisti: Ellen Lofts
Aðstoðarmaður stílista: Sigríður
xx,-EG-.
@elgunnars á Instagram

DRESS: BLEIKA EÐA BLÁA LIÐIÐ?

Skrifa Innlegg